Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2010 13:09 Gunnar er hér lengst til hægri á myndinni. Mynd/Valli Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52