Ármann Kr. Ólafsson: Sammála og ósammála 19. maí 2010 09:28 Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar