Fótbolti

Ballack meiddist í jafntefli Leverkusen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Ballack liggur hér meiddur á vellinum.
Michael Ballack liggur hér meiddur á vellinum. Mynd/AP
Michael Ballack haltraði útaf í 2-2 jafntefli Bayer Leverkusen á móti Hanover í þýsku úrvalsdeildinni í gær og það ætlar að ganga illa hjá fyrirliða þýska landsliðsins að ná aftur sínum full styrk eftir meiðslin sem héldu honum frá HM í Suður-Afríku í sumar.

„Ég fékk högg á hnéið en það er óþarfi að búa til einhverja dramatík úr því," sagði Michael Ballack sem yfirgaf völlinn eftir aðeins 30 mínútur. Hann lenti þá í harðri tæklingu og gat ekki haldið áfram.

Þetta var þriðji leikur Michael Ballack með Bayer Leverkusen en liðið er í 7. sæti deildarinnar með fjögur stig úr þremur leikjum. Ballack tók ekki þátt í leik þýska landsliðsins í undankeppni EM en mun væntanlega snúa aftur í stöðu landsliðsfyrirliða þegar hann verður kominn í sitt besta form á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×