Daníel Einarsson mun í dag skrifa undir samning við Akureyri Handboltafélag. Daníel kemur frá Stjörnunni og mun hann gera eins árs samning við Akureyrarfélagið.
Daníel er örvhentur hornamaður sem skoraði 65 mörk í N1-deildinni fyrir Stjörnuna á síðasta tímabili.
Daníel hafði hug á að flytja norður og breyta til en Stjarnan féll úr deildinni í vor.
Akureyringar eru þar með orðnir vel settir með örvhenta menn í liði sínu því félagið samdi einnig við Bjarna Fritzson nýverið. Auk þess hefur liðið á að skipa einn efnilegasta örvhenta leikmann landsins, Geir Guðmundsson.
Daníel Einarsson semur við Akureyri
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


