Öskugosið: Tugmilljón króna skaði fyrir íslenskan ferðaiðnað 15. apríl 2010 18:02 Öskufall við Kirkjubæjarklaustur. „Við vorum einmitt að klára félagsfund þar sem við kölluðum saman sérfræðinga og ræddum málið," segir Erna Hauksdóttir sem hefur gífurlega miklar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar vegna öskugossins í Eyjafjallajökli. Gosið hefur nú þegar stöðvað nær allar flugsamgöngur í Bretlandi og norður Evrópu. Annað eins hefur ekki gerst á friðartímum í Evrópu. Við erum bara að fylgjast með en þegar flug liggur niðri með þessum hætti og búið að loka svona mörgum flugvöllum í okkar helstu viðskiptalöndum þá er ljóst að það eru tugmilljón króna skaði sem hlýst af því," segir Erna sem segir tjónið gífurlegt enda kemst engin til Íslands frá vestur-Evrópu. Þá eru að auki fjölmargir ferðmenn strandaglópar hér á landi. „Við vonum bara að þetta standi ekki lengi," segir Erna en veðurspáin er ekki hagstæð því spáð er svipaðri vindátt og hefur verið. Erna segist ekki hafa upplifað annað eins en hún bendir á að það sé nauðsynlegt að þeim skilaboðum sé komið áleiðis til erlendra ferðamanna að hér sé ekki í kalda koli. „Þetta er mikið áfall. Við vonum bara að þetta vari stutt," segir Erna að lokum. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
„Við vorum einmitt að klára félagsfund þar sem við kölluðum saman sérfræðinga og ræddum málið," segir Erna Hauksdóttir sem hefur gífurlega miklar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar vegna öskugossins í Eyjafjallajökli. Gosið hefur nú þegar stöðvað nær allar flugsamgöngur í Bretlandi og norður Evrópu. Annað eins hefur ekki gerst á friðartímum í Evrópu. Við erum bara að fylgjast með en þegar flug liggur niðri með þessum hætti og búið að loka svona mörgum flugvöllum í okkar helstu viðskiptalöndum þá er ljóst að það eru tugmilljón króna skaði sem hlýst af því," segir Erna sem segir tjónið gífurlegt enda kemst engin til Íslands frá vestur-Evrópu. Þá eru að auki fjölmargir ferðmenn strandaglópar hér á landi. „Við vonum bara að þetta standi ekki lengi," segir Erna en veðurspáin er ekki hagstæð því spáð er svipaðri vindátt og hefur verið. Erna segist ekki hafa upplifað annað eins en hún bendir á að það sé nauðsynlegt að þeim skilaboðum sé komið áleiðis til erlendra ferðamanna að hér sé ekki í kalda koli. „Þetta er mikið áfall. Við vonum bara að þetta vari stutt," segir Erna að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira