Bresk götublöð birta í dag myndir af hnefaleikastjörnunni Ricky Hatton þar sem hann fær sér kókaín á hóteli í Manchester fyrir tveimur vikum.
News of the World segir að nánustu vinir Hatton hafi miklar áhyggjur af honum og eiturlyfjanotkun hans. Hatton er 31 árs og hefur lagt keppnishanskana á hilluna eftir farsælan feril.
Sagt er frá því hvernig Hatton innbyrti sjö línur af kókaíni, ellefu glös af Guinnes-bjór, fjögur vodkaskot, tvö vínglös og fullt af sambuca-líkjör á aðeins tíu klukkustundum.
Smelltu hér til að sjá frétt News of the World.