Sinnir sárustu neyð í sumarlokuninni 2. júlí 2010 04:15 Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar Íslands við 1.000 fermetra kartöflugarða í Skammadal. Skjólstæðingar stofnunarinnar fá að njóta uppskerunnar í haust. FRETTABLADID/VILHELM Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. jss@frettabladid.is Innlent Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. jss@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira