Fyrstu vélar Flugfélags Íslands og Ernis leggja upp frá Reykjavík klukkan tíu, en völlurinn var lokaður í morgun vegna ösku í lofti. Hvorki verður þó flogið til Akureyrar eða Egilsstaða þar sem vellirnir þar eru enn lokaðir. Egilsstaðaflugvöllur gæti opnast fljótlega, en Akureyrarflugvöllur verður hugsanlega lokaður í allan dag.
Keflavíkurflugvöllur er opinn og er millilandaflug um hann í fullum gangi.