Íslenska handboltalandsliðið varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að Logi Geirsson getur ekki leikið með liðinu gegn Austurríki á laugardag.
Logi átti frábæran leik fyrir landsliðið gegn Lettum í gær. Hann hefur aftur á móti verið í vandræðum með öxlina á sér og var slæmur í henni eftir leikinn. Það slæmur að hann kemst ekki með liðinu út á morgun.
Akureyringurinn Oddur Gretarsson hefur verið valinn í hópinn í stað Loga.