OECD: Efnahagsbatinn gengur mishratt fyrir sig 8. apríl 2010 11:07 OECD segir enn of snemmt að fagna endalokum kreppunnar. Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að samkvæmt yfirlitinu bendir nú flest til þess að stærsti brimskaflinn sé að baki. Fyrir því er fjöldi vísbendinga. Fjármálamarkaðir virðast nú hafa náð viðsnúningi eins og sjá má á þróun á verði hlutabréfa, og aðgangur að láns- og lausafé hefur batnað til muna frá því sem verst var.Einkaneysla hefur aukist í Bandaríkjunum og húsnæðisverð virðist hafa náð viðsnúningi í mörgum ríkjum. Væntingar hafa haldið áfram að vænkast víðast hvar. Atvinnuleysi hefur að öllum líkindum náð hápunkti í flestum aðildarríkjum OECD og í raun hefur atvinnuleysi víða aukist minna en búist var við í fyrstu. OECD lönd hafa notið góðs af viðskiptum við nýmarkaðsríki sem hafa verið í örum vexti á borð við Kína, Indland og Brasilíu. Þetta hefur gert áhrif kreppunnar mýkri en ella. Hagkerfi flestra OECD ríkjanna virðast hafa hrokkið í gang á síðasta ársfjórðungi 2009 að evrusvæðinu undanskildu. OECD spáir því að batinn muni svo hægja á sér á fyrri helmingi þessa árs. Býst stofnunin við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2,4% á fyrsta ársfjórðungi þessar árs og 2,3% á öðrum ársfjórðungi. Hagkerfi Japan mun vaxa um 1,1% á fyrsta ársfjórðungi og um 2,3 á öðrum fjórðungi. Í þremur stærstu hagkerfum evrusvæðisins verður 0,9% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi og 1,9% vöxtur á öðrum fjórðungi.Enn er þó of snemmt að fagna endalokum kreppunnar. Batinn er enn tvísýnn og afar viðkvæmur fyrir öllum breytingum á ytri aðstæðum. Senn líður að úrslitastund en óvíst er hvernig sjúklingnum mun reiða af þegar áhrifin af rándýrum aðgerðapökkum stjórnvalda munu þynnast út.OECD tekur þar með í sama streng og AGS og varar eindregið við því að of harkalega verði farið í að vinda ofan af aðgerðaráætlunum stjórnvalda og seðlabanka. Aðgerðapakkarnir hafa kostað sitt og kreppan skilur ríkisfjármál margra ríkja eftir í djúpum sárum. Þannig hafa opinberar skuldir aukist gríðarlega sem er mikið áhyggjuefni. Til að mynda hafa ríkisfjármál Spánar, Írlands, Kanada, Hollands, Ástralíu, Noregs Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar farið úr afgangi í halla á síðustu tveimur árum. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að samkvæmt yfirlitinu bendir nú flest til þess að stærsti brimskaflinn sé að baki. Fyrir því er fjöldi vísbendinga. Fjármálamarkaðir virðast nú hafa náð viðsnúningi eins og sjá má á þróun á verði hlutabréfa, og aðgangur að láns- og lausafé hefur batnað til muna frá því sem verst var.Einkaneysla hefur aukist í Bandaríkjunum og húsnæðisverð virðist hafa náð viðsnúningi í mörgum ríkjum. Væntingar hafa haldið áfram að vænkast víðast hvar. Atvinnuleysi hefur að öllum líkindum náð hápunkti í flestum aðildarríkjum OECD og í raun hefur atvinnuleysi víða aukist minna en búist var við í fyrstu. OECD lönd hafa notið góðs af viðskiptum við nýmarkaðsríki sem hafa verið í örum vexti á borð við Kína, Indland og Brasilíu. Þetta hefur gert áhrif kreppunnar mýkri en ella. Hagkerfi flestra OECD ríkjanna virðast hafa hrokkið í gang á síðasta ársfjórðungi 2009 að evrusvæðinu undanskildu. OECD spáir því að batinn muni svo hægja á sér á fyrri helmingi þessa árs. Býst stofnunin við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2,4% á fyrsta ársfjórðungi þessar árs og 2,3% á öðrum ársfjórðungi. Hagkerfi Japan mun vaxa um 1,1% á fyrsta ársfjórðungi og um 2,3 á öðrum fjórðungi. Í þremur stærstu hagkerfum evrusvæðisins verður 0,9% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi og 1,9% vöxtur á öðrum fjórðungi.Enn er þó of snemmt að fagna endalokum kreppunnar. Batinn er enn tvísýnn og afar viðkvæmur fyrir öllum breytingum á ytri aðstæðum. Senn líður að úrslitastund en óvíst er hvernig sjúklingnum mun reiða af þegar áhrifin af rándýrum aðgerðapökkum stjórnvalda munu þynnast út.OECD tekur þar með í sama streng og AGS og varar eindregið við því að of harkalega verði farið í að vinda ofan af aðgerðaráætlunum stjórnvalda og seðlabanka. Aðgerðapakkarnir hafa kostað sitt og kreppan skilur ríkisfjármál margra ríkja eftir í djúpum sárum. Þannig hafa opinberar skuldir aukist gríðarlega sem er mikið áhyggjuefni. Til að mynda hafa ríkisfjármál Spánar, Írlands, Kanada, Hollands, Ástralíu, Noregs Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar farið úr afgangi í halla á síðustu tveimur árum.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira