Svar við opnu bréfi Ragna Árnadóttir skrifar 2. júlí 2010 06:00 Kæra Þórdís Elva. Þakka þér fyrir opið bréf til mín í Fréttablaðinu þann 11. júní síðastliðinn. Þar er vísað til þess, sem fram kemur í bók þinni „Á mannamáli", og sérstaklega gert að umtalsefni misháar refsingar sem liggja við kynferðisbrotum gegn börnum. Þessi umræða er afar áhugaverð og til þess fallin að minna okkur á alvarleika þeirra brota, sem um ræðir. Einnig knýr hún okkur til að líta gagnrýnum augum á refsilöggjöfina og hvort hún endurspegli það gildismat, sem við lýði er í okkar samfélagi. Ég fylgi fordæmi þínu og tek einfalt dæmi. Nauðgunarbrot varða allt að 16 ára fangelsi en í nauðgun felst að maður hefur samræði eða önnur kynferðismök við einstakling með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Hér getur fórnarlamb verknaðarins verið barn eða fullorðinn, en það er virt til refsiþyngingar ef brotaþolinn er ungur að árum. Ef hins vegar er um að ræða sifjaspell, þar sem einstaklingur hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja og beitir ekki ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung - þá varðar það fangelsi allt að 8 árum, og allt að 12 árum sé barnið yngra en 16 ára. Nærtækt er að spyrja: Hvers vegna gerir löggjafinn greinarmun á því hvaða aðferð er notuð til að brjóta svo gróflega gegn barni? Því er hámarksrefsingin ekki sú sama, hvort sem um nauðgun er að ræða eða sifjaspell í skilningi hegningarlaganna? Hér mætti með réttu segja að sú misnotkun á trúnaði barns, sem felst í hvers konar kynferðisbroti gegn því, sé alveg jafn alvarleg og sú háttsemi sem áður var lýst, það er ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung. Einnig má færa rök fyrir því að hvers konar kynferðisbrot gegn börnum sé fullt eins alvarlegt og nauðgun og því ætti að refsa fyrir öll kynferðisbrot gegn börnum með hámarksrefsingu. Það er fyllilega réttmætt sjónarmið. Lítum þá á hina hliðina. Í refsilöggjöf okkar er almennt gerður greinarmunur á refsihámarki hverju sinni, eftir því um hvaða verknað er að ræða. Við mismunandi brotum liggja misháar refsingar. En vitaskuld verða þær refsingar, sem liggja við verknaði á hverjum tíma, að endurspegla gildismat samfélags okkar. Þar erum við komin að kjarna málsins og því, sem þú vekur svo ágætlega máls á í bók þinni. Kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 og voru þá gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér auknar refsingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Eftir því sem best verður séð af dómaframkvæmd hafa lagabreytingarnar leitt til þyngri refsinga við þessum alvarlegu brotum. Minni greinarmunur er gerður á hinum ýmsu verknuðum - en munurinn er engu að síður til staðar ennþá. Er tilefni til að gera slíkan greinarmun? Er tilefni til að hækka refsingarnar enn frekar? Það er álitaefni sem ég tel fullt tilefni til að verði skoðað, og mun ég beita mér fyrir því á vettvangi ráðuneytisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Kæra Þórdís Elva. Þakka þér fyrir opið bréf til mín í Fréttablaðinu þann 11. júní síðastliðinn. Þar er vísað til þess, sem fram kemur í bók þinni „Á mannamáli", og sérstaklega gert að umtalsefni misháar refsingar sem liggja við kynferðisbrotum gegn börnum. Þessi umræða er afar áhugaverð og til þess fallin að minna okkur á alvarleika þeirra brota, sem um ræðir. Einnig knýr hún okkur til að líta gagnrýnum augum á refsilöggjöfina og hvort hún endurspegli það gildismat, sem við lýði er í okkar samfélagi. Ég fylgi fordæmi þínu og tek einfalt dæmi. Nauðgunarbrot varða allt að 16 ára fangelsi en í nauðgun felst að maður hefur samræði eða önnur kynferðismök við einstakling með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Hér getur fórnarlamb verknaðarins verið barn eða fullorðinn, en það er virt til refsiþyngingar ef brotaþolinn er ungur að árum. Ef hins vegar er um að ræða sifjaspell, þar sem einstaklingur hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja og beitir ekki ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung - þá varðar það fangelsi allt að 8 árum, og allt að 12 árum sé barnið yngra en 16 ára. Nærtækt er að spyrja: Hvers vegna gerir löggjafinn greinarmun á því hvaða aðferð er notuð til að brjóta svo gróflega gegn barni? Því er hámarksrefsingin ekki sú sama, hvort sem um nauðgun er að ræða eða sifjaspell í skilningi hegningarlaganna? Hér mætti með réttu segja að sú misnotkun á trúnaði barns, sem felst í hvers konar kynferðisbroti gegn því, sé alveg jafn alvarleg og sú háttsemi sem áður var lýst, það er ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung. Einnig má færa rök fyrir því að hvers konar kynferðisbrot gegn börnum sé fullt eins alvarlegt og nauðgun og því ætti að refsa fyrir öll kynferðisbrot gegn börnum með hámarksrefsingu. Það er fyllilega réttmætt sjónarmið. Lítum þá á hina hliðina. Í refsilöggjöf okkar er almennt gerður greinarmunur á refsihámarki hverju sinni, eftir því um hvaða verknað er að ræða. Við mismunandi brotum liggja misháar refsingar. En vitaskuld verða þær refsingar, sem liggja við verknaði á hverjum tíma, að endurspegla gildismat samfélags okkar. Þar erum við komin að kjarna málsins og því, sem þú vekur svo ágætlega máls á í bók þinni. Kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 og voru þá gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér auknar refsingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Eftir því sem best verður séð af dómaframkvæmd hafa lagabreytingarnar leitt til þyngri refsinga við þessum alvarlegu brotum. Minni greinarmunur er gerður á hinum ýmsu verknuðum - en munurinn er engu að síður til staðar ennþá. Er tilefni til að gera slíkan greinarmun? Er tilefni til að hækka refsingarnar enn frekar? Það er álitaefni sem ég tel fullt tilefni til að verði skoðað, og mun ég beita mér fyrir því á vettvangi ráðuneytisins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun