Mig langar að vera með Illugi Jökulsson skrifar 16. október 2010 06:00 Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins sem haldið verður á næsta ári. Ástæðan fyrir framboðinu er fyrst og fremst sú að mig langar ekki að standa afsíðis þegar ráðum verður ráðið um skipan samfélags okkar á 21. öldinni. Mig langar að taka þátt í að skapa samfélaginu umgjörð sem getur komið í veg fyrir að það verði framar leiksoppur spillingarafla í stjórnmálum og/eða viðskiptalífi. Mig langar að taka þátt í að semja leikreglur sem efla lýðræði í landinu og auka möguleika fólks á að hafa eftirlit með stjórnarathöfnum, stórum sem smáum. Sú leyndarhyggja sem alltof lengi hefur ráðið ferðinni í íslenskri stjórnsýslu átti sinn þátt í hruninu, og hún verður að hverfa. Ný stjórnarskrá getur orðið öflugt vopn til að berja niður leyndarhyggjuna, klíkuskapinn og duttlungaræðið sem hefur orðið okkur svo dýrt. Mig langar að taka þátt í að semja þann texta þar sem íslenska þjóðin sjálf setur fram það sem hún telur mikilvægast í samfélaginu í framtíðinni. Sjálfur mun ég beita mér fyrir því að þar verði öflug og afdráttarlaus ákvæði sem heimili aldrei að gengið verði á rétt fólk til jafnréttis, tjáningarfrelsis og mannsæmandi lífs. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru kjörorð frönsku byltingarinnar, og þau geta enn gagnast okkur, en í viðbót eiga að koma skilningur, velferð og gegnsæi. Mig langar að taka þátt í að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eigi líka að vera í sameiginlegri eigu hennar, og hún eigi því öll að njóta arðsins af þeim. Mig langar að verða fulltrúi á þingi þar sem fulltrúar þjóðarinnar koma saman til að semja framtíð sína – en fulltrúum hagsmunaaðila og feyskinna stjórnmálaafla verði haldið úti. Mig langar að vera með í að semja þann texta sem vonandi getur orðið íslenskri þjóð innblástur og von um betra líf, en ekki einungis leiksoppur lagatækna. Texta sem er skýr og greinilegur og vonandi fallegur, og hefur – umfram allt – raunverulega merkingu í eyrum almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Mest lesið Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins sem haldið verður á næsta ári. Ástæðan fyrir framboðinu er fyrst og fremst sú að mig langar ekki að standa afsíðis þegar ráðum verður ráðið um skipan samfélags okkar á 21. öldinni. Mig langar að taka þátt í að skapa samfélaginu umgjörð sem getur komið í veg fyrir að það verði framar leiksoppur spillingarafla í stjórnmálum og/eða viðskiptalífi. Mig langar að taka þátt í að semja leikreglur sem efla lýðræði í landinu og auka möguleika fólks á að hafa eftirlit með stjórnarathöfnum, stórum sem smáum. Sú leyndarhyggja sem alltof lengi hefur ráðið ferðinni í íslenskri stjórnsýslu átti sinn þátt í hruninu, og hún verður að hverfa. Ný stjórnarskrá getur orðið öflugt vopn til að berja niður leyndarhyggjuna, klíkuskapinn og duttlungaræðið sem hefur orðið okkur svo dýrt. Mig langar að taka þátt í að semja þann texta þar sem íslenska þjóðin sjálf setur fram það sem hún telur mikilvægast í samfélaginu í framtíðinni. Sjálfur mun ég beita mér fyrir því að þar verði öflug og afdráttarlaus ákvæði sem heimili aldrei að gengið verði á rétt fólk til jafnréttis, tjáningarfrelsis og mannsæmandi lífs. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru kjörorð frönsku byltingarinnar, og þau geta enn gagnast okkur, en í viðbót eiga að koma skilningur, velferð og gegnsæi. Mig langar að taka þátt í að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eigi líka að vera í sameiginlegri eigu hennar, og hún eigi því öll að njóta arðsins af þeim. Mig langar að verða fulltrúi á þingi þar sem fulltrúar þjóðarinnar koma saman til að semja framtíð sína – en fulltrúum hagsmunaaðila og feyskinna stjórnmálaafla verði haldið úti. Mig langar að vera með í að semja þann texta sem vonandi getur orðið íslenskri þjóð innblástur og von um betra líf, en ekki einungis leiksoppur lagatækna. Texta sem er skýr og greinilegur og vonandi fallegur, og hefur – umfram allt – raunverulega merkingu í eyrum almennings.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar