Handboltatímabilið fer af stað í kvöld þegar Íslands- og bikarmeistarar Hauka og Valur mætast í Meistarakeppni HSÍ.
Valur tapaði fyrir Haukum í bæði bikaúrslitaleiknum í fyrra sem og í úrslitaeinvíginu um Íslandmeistaratitilinn sem fór alla leið í oddaleik.
Leikurinn fer fram á heimavelli Íslandsmeistaranna á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30.
Valur vann Hauka 22-21 í sama leik í fyrra en árið á undan unnu Haukar 25-21 sigur á Val í þessum fyrsta opinbera leik tímabilsins.

