Afnám umdeildra vatnalaga 12. júní 2010 06:00 Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn. Afgreiðsla þessa máls er afar brýn, því lögin frá 2006 taka gildi eftir tæpar þrjár vikur, 1. júlí næstkomandi, ef ekkert verður að gert. Rifjum upp helstu efnisatriði þessa frumvarps, sem með réttu má kalla eina umdeildustu löggjöf síðustu ára en þar kristölluðust grundvallarátök um eignarhald á auðlindum. Hver á að eiga vatnið?Með lögunum frá 2006 var gerð breyting á skilgreiningu réttinda landeigenda gagnvart vatnsauðlindinni og sá réttur í fyrsta sinn skilgreindur sem eignarréttur. Í gildandi vatnalögum frá 1923 var tryggt mikilvægt jafnvægi milli hagsmuna almennings og hagsmuna landeigenda og réttur þeirra síðarnefndu skilgreindur sem réttur til umráða og hagnýtingar, með ákveðnum takmörkunum sem fyrst og fremst lúta að rétti almennings til aðgangs að vatni. Þetta jafnvægi riðlast með lögunum frá 2006 þar sem réttur landeigenda styrkist á kostnað hagsmuna almennings. Önnur mikilvæg breyting frá lögunum 1923 var að réttur landeigenda var nú skilgreindur með neikvæðum hætti, sem merkir að þeim eru tryggð öll réttindi yfir vatni í sínum eignarlöndum, nema þau sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum. Lögin frá 1923 skilgreina hins vegar réttindi landeigenda með jákvæðum hætti, þ.e. landeigandinn hefur einungis þau réttindi sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum en önnur ekki. Þetta atriði skiptir máli t.d. varðandi tiltekna nýtingarmöguleika á auðlindinni í framtíðinni, sem ekki eru fyrirséðir í dag en kunna að opnast síðar m.a. vegna tækniframfara. Mestar deilur sköpuðust um ákvæðið um eignarrétt á auðlindinni í umræðum um lögin frá 2006 en einnig var deilt á það að ekki væri um heildarlög að ræða og sjónarhorn þess væri um of á eignarhald og orkunýtingu en minna væri gætt almannahagsmuna og sjónarmiða umhverfisverndar. Vatn óeignarhæft?Lengi hefur verið um það deilt hvort hægt sé að líta á vatn sem eignarhæft verðmæti og takmarkast sú umræða ekki við Ísland. Í meirihlutaáliti sem fylgdi stjórnarfrumvarpi um vatnalögin sem urðu að lögum 1923 er að finna athyglisverðan rökstuðning fyrir því sjónarmiði að vatnið sé í eðli sínu óeignarhæft. Þar segir: „Álítur meirihlutinn að eðlilegra sje, sanngjarnara og þjóðfélaginu hollara, að vatnið sje undanþegið eignarretti í eiginlegum skilningi. Eðlilegra vegna þess, að vatn er að ýmsu leyti óeignarhæft. Sanngjarnar vegna þess, að hjer á landi er miklu meira vatn fyrir hendi en tiltök eru að landsmenn þurfi á að halda eða geti notað, og þess vegna ekki ástæða til að skifta þessum gæðum náttúrunnar svo misjafnt milli manna, sem verða mundi, ef þeim einum, er land eiga undir vatninu, væri fenginn í hendur eignarréttur yfir því. Þjóðfélaginu hollara vegna þess, að á þann hátt verður best girt fyrir það, að einstakir menn nái þeim tökum á fallvötnum landsins, sem þeir eftir atvikum gætu notað sjer, annaðhvort til að leggja fjárkvaðir á notendur orkunnar, ef eitthvert þeirra yrði virkjað til almenningsnota eða handa nytsömum fyrirtækjum, eða þá sem grundvöll fyrir kröfu um virkjunarrétt sjer til handa, jafnvel þótt virkjun þætti koma í bága við almenningshagsmuni." Hvers vegna afnám?Hin umdeildu vatnalög voru samþykkt á Alþingi vorið 2006 en það varð að samkomulagi milli þingflokka að gildistöku þeirra yrði frestað, meðan reynt yrði að leita sátta milli andstæðra sjónarmiða. Gildistökunni hefur í tvígang verði frestað til viðbótar meðan unnið hefur verið að nýju vatnalagafrumvarpi og hyllir nú undir að það komi fram. Vonir standa til að nýtt frumvarp til heildstæðra vatnalaga verði lagt fram í haust. Eins og fyrr segir eiga vatnalögin frá 2006 að taka gildi 1. júlí næstkomandi og til að koma í veg fyrir það þarf að afgreiða frumvarpið um afnám laganna áður en þinghaldi lýkur sem áætlað er að verði næstkomandi þriðjudag. Meirihluti iðnaðarnefndar styður þá tillögu iðnaðarráðherra að lögin verði afnumin og þar með tekin af öll tvímæli um að það standi ekki til að þau taki nokkurn tíma gildi. Vitanlega er stærsta málið það að tryggja að lögin taki ekki gildi og afnám þeirra er skýrasta leiðin til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skúli Helgason Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn. Afgreiðsla þessa máls er afar brýn, því lögin frá 2006 taka gildi eftir tæpar þrjár vikur, 1. júlí næstkomandi, ef ekkert verður að gert. Rifjum upp helstu efnisatriði þessa frumvarps, sem með réttu má kalla eina umdeildustu löggjöf síðustu ára en þar kristölluðust grundvallarátök um eignarhald á auðlindum. Hver á að eiga vatnið?Með lögunum frá 2006 var gerð breyting á skilgreiningu réttinda landeigenda gagnvart vatnsauðlindinni og sá réttur í fyrsta sinn skilgreindur sem eignarréttur. Í gildandi vatnalögum frá 1923 var tryggt mikilvægt jafnvægi milli hagsmuna almennings og hagsmuna landeigenda og réttur þeirra síðarnefndu skilgreindur sem réttur til umráða og hagnýtingar, með ákveðnum takmörkunum sem fyrst og fremst lúta að rétti almennings til aðgangs að vatni. Þetta jafnvægi riðlast með lögunum frá 2006 þar sem réttur landeigenda styrkist á kostnað hagsmuna almennings. Önnur mikilvæg breyting frá lögunum 1923 var að réttur landeigenda var nú skilgreindur með neikvæðum hætti, sem merkir að þeim eru tryggð öll réttindi yfir vatni í sínum eignarlöndum, nema þau sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum. Lögin frá 1923 skilgreina hins vegar réttindi landeigenda með jákvæðum hætti, þ.e. landeigandinn hefur einungis þau réttindi sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum en önnur ekki. Þetta atriði skiptir máli t.d. varðandi tiltekna nýtingarmöguleika á auðlindinni í framtíðinni, sem ekki eru fyrirséðir í dag en kunna að opnast síðar m.a. vegna tækniframfara. Mestar deilur sköpuðust um ákvæðið um eignarrétt á auðlindinni í umræðum um lögin frá 2006 en einnig var deilt á það að ekki væri um heildarlög að ræða og sjónarhorn þess væri um of á eignarhald og orkunýtingu en minna væri gætt almannahagsmuna og sjónarmiða umhverfisverndar. Vatn óeignarhæft?Lengi hefur verið um það deilt hvort hægt sé að líta á vatn sem eignarhæft verðmæti og takmarkast sú umræða ekki við Ísland. Í meirihlutaáliti sem fylgdi stjórnarfrumvarpi um vatnalögin sem urðu að lögum 1923 er að finna athyglisverðan rökstuðning fyrir því sjónarmiði að vatnið sé í eðli sínu óeignarhæft. Þar segir: „Álítur meirihlutinn að eðlilegra sje, sanngjarnara og þjóðfélaginu hollara, að vatnið sje undanþegið eignarretti í eiginlegum skilningi. Eðlilegra vegna þess, að vatn er að ýmsu leyti óeignarhæft. Sanngjarnar vegna þess, að hjer á landi er miklu meira vatn fyrir hendi en tiltök eru að landsmenn þurfi á að halda eða geti notað, og þess vegna ekki ástæða til að skifta þessum gæðum náttúrunnar svo misjafnt milli manna, sem verða mundi, ef þeim einum, er land eiga undir vatninu, væri fenginn í hendur eignarréttur yfir því. Þjóðfélaginu hollara vegna þess, að á þann hátt verður best girt fyrir það, að einstakir menn nái þeim tökum á fallvötnum landsins, sem þeir eftir atvikum gætu notað sjer, annaðhvort til að leggja fjárkvaðir á notendur orkunnar, ef eitthvert þeirra yrði virkjað til almenningsnota eða handa nytsömum fyrirtækjum, eða þá sem grundvöll fyrir kröfu um virkjunarrétt sjer til handa, jafnvel þótt virkjun þætti koma í bága við almenningshagsmuni." Hvers vegna afnám?Hin umdeildu vatnalög voru samþykkt á Alþingi vorið 2006 en það varð að samkomulagi milli þingflokka að gildistöku þeirra yrði frestað, meðan reynt yrði að leita sátta milli andstæðra sjónarmiða. Gildistökunni hefur í tvígang verði frestað til viðbótar meðan unnið hefur verið að nýju vatnalagafrumvarpi og hyllir nú undir að það komi fram. Vonir standa til að nýtt frumvarp til heildstæðra vatnalaga verði lagt fram í haust. Eins og fyrr segir eiga vatnalögin frá 2006 að taka gildi 1. júlí næstkomandi og til að koma í veg fyrir það þarf að afgreiða frumvarpið um afnám laganna áður en þinghaldi lýkur sem áætlað er að verði næstkomandi þriðjudag. Meirihluti iðnaðarnefndar styður þá tillögu iðnaðarráðherra að lögin verði afnumin og þar með tekin af öll tvímæli um að það standi ekki til að þau taki nokkurn tíma gildi. Vitanlega er stærsta málið það að tryggja að lögin taki ekki gildi og afnám þeirra er skýrasta leiðin til þess.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun