Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 26. apríl 2010 23:28 Fannar Þór Friðgeirsson. Mynd/Vilhelm Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira