Joly skammar Norðmenn fyrir lítinn stuðning við Ísland 15. janúar 2010 10:45 Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skammar Norðmenn í blaðagrein í dag fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum í Icesave deilunni. Joly segir að Norðmenn beri sögulegar skyldur gagnvart Íslendingum og eigi að uppfylla þær.Í grein sinn, sem birt er í Morgenbladet, fer Joly í grófum dráttum yfir Icesave deiluna og þá þróun sem orðið hefur í málinu á allra síðustu vikum. „Ég hef við fleiri tækifæri undirstrikað að kröfur og aðferðir Breta og Hollendinga í málinu eru yfirdrifnar og ólöglegar," segir Joly og bætir því við að engin þjóð afsali sér 50% af landsframleiðslu sinni af fúsum og frjálsum vilja þegar afleiðingar eru skuldsetning til fleiri áratuga.„Það ætti að vera óhugsandi að ná þessari stöðu fram með þrýstingi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða með notkun á hryðjuverkalögum," segir Joly.Joly segir að Íslendingar beri hluta af ábyrgðinni í málinu. „Íslendingar neita ekki að taka á sig ábyrgðina en óska þess að gera það á skilmálum sem komi þjóðinni ekki á hnéin," segir Joly.Fram kemur í greininni að í ljósi alls þessa sé afstaða Norðmanna til Íslands óskiljanleg. Og afstaðan sé mistök bæði landfræðilega og pólitískt. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurslóðum þar sem það ráði yfir miklu hafsvæði og náttúruauðlindum. Landið sé því mikilvægur félagi fyrir Norðmenn.„Við skulum lána Íslandi án skilyrða," er lokasetningin í grein Evu Joly. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skammar Norðmenn í blaðagrein í dag fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum í Icesave deilunni. Joly segir að Norðmenn beri sögulegar skyldur gagnvart Íslendingum og eigi að uppfylla þær.Í grein sinn, sem birt er í Morgenbladet, fer Joly í grófum dráttum yfir Icesave deiluna og þá þróun sem orðið hefur í málinu á allra síðustu vikum. „Ég hef við fleiri tækifæri undirstrikað að kröfur og aðferðir Breta og Hollendinga í málinu eru yfirdrifnar og ólöglegar," segir Joly og bætir því við að engin þjóð afsali sér 50% af landsframleiðslu sinni af fúsum og frjálsum vilja þegar afleiðingar eru skuldsetning til fleiri áratuga.„Það ætti að vera óhugsandi að ná þessari stöðu fram með þrýstingi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða með notkun á hryðjuverkalögum," segir Joly.Joly segir að Íslendingar beri hluta af ábyrgðinni í málinu. „Íslendingar neita ekki að taka á sig ábyrgðina en óska þess að gera það á skilmálum sem komi þjóðinni ekki á hnéin," segir Joly.Fram kemur í greininni að í ljósi alls þessa sé afstaða Norðmanna til Íslands óskiljanleg. Og afstaðan sé mistök bæði landfræðilega og pólitískt. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurslóðum þar sem það ráði yfir miklu hafsvæði og náttúruauðlindum. Landið sé því mikilvægur félagi fyrir Norðmenn.„Við skulum lána Íslandi án skilyrða," er lokasetningin í grein Evu Joly.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira