Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fram Ellert Scheving skrifar 2. júní 2010 22:53 Hjálmar Þórarinsson í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Guðlaugur Baldursson gerði alls sjö breytingar á liði sínu frá því í seinasta leik og má segja að hugur hans hafi verið við leik ÍR gegn Fjarðarbyggð í 1. Deildinni á laugardaginn kemur. Fram byrjaði leikinn betur og svo virtist sem ÍR-ingar væru hreinlega ekki mættir til leiks en gestirnir áttu ekki skot að marki fyrr en eftir 51. mínútu. Fram tók öll völd á vellinum og hreinlega sundurspilaði arfaslaka ÍR-inga. Á 38. mínútu brutu þeir ísinn eftir að hafa sótt látlaust og oft verið nálægt því að ná forystu. Ívar Björnsson skoraði laglegt skallamark eftir góða hornspyrnu frá Josep Tillen. Allt þangað til að lokum fyrri hálfleiks hélt Fram áfram að sækja og hefðu í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fram hóf seinni hálfleikinn með miklum látum og bættu öðru marki við á 49. mínútu. Þar var að verki Ívar Björnsson sem skoraði eftir laglega sendingu Almars Ormarssonar sem átti einnig góðan leik í liði Fram. Við það styrktust ÍR-ingar til muna og fóru að spila kraftmeiri bolta. Davíð Már Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍR-inga og getur verið sáttur við sinn leik í í kvöld. ÍR-ingar minnkuðu muninn á 89. mínútu með marki frá Guðjóni Gunnarssyni sem skoraði í autt markið eftir mikinn darraðadans í teig Fram. Eftir það fjaraði leikurinn út of góður dómari leiksins Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka á Laugardalsvellinum og Fram komið áfram í 16-liða úrslit Visa-bikarsins. Fram - ÍR 2-1 1-0 Ívar Björnsson (38.) 2-0 Ívar Björnsson (49.) 2-1 Guðjón Gunnarsson (89.) Skot (á mark): 19-5 (12-2) Varin skot: Ögmundur 1-7 Aukaspyrnur: 6-5 Horn: 13-1 Rangstöðr: 2-0 Dómari: Þorvaldur Árnason. Fram 4-4-2: Ögmundur Kristinsson Samuel Lee Tillen Jón Guðni Fjóluson Kristján Hauksson Daði Guðmundsson Halldór Hermann Jónsson (40. Hlynur A. Magnússon) Jón Gunnar Eysteinsson Tómas Leifsson (66. Josep Tillen) Ívar Björnsson (78. Guðmundur Magnússon) Almarr Ormarsson Hjálmar Þórarinsson ÍR 4-5-1: Ágúst Bjarni Garðarsson Hrannar Karlsson Guðjón Gunnarsson Elvar Lúðvík Guðjónsson Halldór Arnarsson Gunnar Hilmar Kristinsson Davíð Már Stefánsson Haukur Ólafsson (84. Pétur Óskar Sigurðsson) Jón Gísli Ström (68. Eiríkur Viljar H. Kúld) Axel Kári Vignisson Árni Freyr Guðnason (62. Elías Ingi Árnason) Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Guðlaugur Baldursson gerði alls sjö breytingar á liði sínu frá því í seinasta leik og má segja að hugur hans hafi verið við leik ÍR gegn Fjarðarbyggð í 1. Deildinni á laugardaginn kemur. Fram byrjaði leikinn betur og svo virtist sem ÍR-ingar væru hreinlega ekki mættir til leiks en gestirnir áttu ekki skot að marki fyrr en eftir 51. mínútu. Fram tók öll völd á vellinum og hreinlega sundurspilaði arfaslaka ÍR-inga. Á 38. mínútu brutu þeir ísinn eftir að hafa sótt látlaust og oft verið nálægt því að ná forystu. Ívar Björnsson skoraði laglegt skallamark eftir góða hornspyrnu frá Josep Tillen. Allt þangað til að lokum fyrri hálfleiks hélt Fram áfram að sækja og hefðu í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fram hóf seinni hálfleikinn með miklum látum og bættu öðru marki við á 49. mínútu. Þar var að verki Ívar Björnsson sem skoraði eftir laglega sendingu Almars Ormarssonar sem átti einnig góðan leik í liði Fram. Við það styrktust ÍR-ingar til muna og fóru að spila kraftmeiri bolta. Davíð Már Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍR-inga og getur verið sáttur við sinn leik í í kvöld. ÍR-ingar minnkuðu muninn á 89. mínútu með marki frá Guðjóni Gunnarssyni sem skoraði í autt markið eftir mikinn darraðadans í teig Fram. Eftir það fjaraði leikurinn út of góður dómari leiksins Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka á Laugardalsvellinum og Fram komið áfram í 16-liða úrslit Visa-bikarsins. Fram - ÍR 2-1 1-0 Ívar Björnsson (38.) 2-0 Ívar Björnsson (49.) 2-1 Guðjón Gunnarsson (89.) Skot (á mark): 19-5 (12-2) Varin skot: Ögmundur 1-7 Aukaspyrnur: 6-5 Horn: 13-1 Rangstöðr: 2-0 Dómari: Þorvaldur Árnason. Fram 4-4-2: Ögmundur Kristinsson Samuel Lee Tillen Jón Guðni Fjóluson Kristján Hauksson Daði Guðmundsson Halldór Hermann Jónsson (40. Hlynur A. Magnússon) Jón Gunnar Eysteinsson Tómas Leifsson (66. Josep Tillen) Ívar Björnsson (78. Guðmundur Magnússon) Almarr Ormarsson Hjálmar Þórarinsson ÍR 4-5-1: Ágúst Bjarni Garðarsson Hrannar Karlsson Guðjón Gunnarsson Elvar Lúðvík Guðjónsson Halldór Arnarsson Gunnar Hilmar Kristinsson Davíð Már Stefánsson Haukur Ólafsson (84. Pétur Óskar Sigurðsson) Jón Gísli Ström (68. Eiríkur Viljar H. Kúld) Axel Kári Vignisson Árni Freyr Guðnason (62. Elías Ingi Árnason)
Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira