Ritstjóri Pressunnar skuldaði yfir hálfan milljarð í Kaupþingi 12. apríl 2010 10:57 Björn Ingi Hrafnsson Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi um lán til fjölmiðlamanna kemur fram að Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, skuldaði á tímabili 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Fram kemur að ransóknarnefnd vill að lánveitingum til eignarhaldsfélags Björns Inga verði vísað til sérstaks saksóknara. Í skýrslunni segir að lán til Björns Inga Hrafnssonar voru öll veitt af Kaupþingi banka hf. Annars vegar voru lánin til Björns beint en þau voru hæst í lok september 2008, rúmar 100 milljónir króna. Hins vegar voru lán veitt til félags í hans eigu, Caramba-hugmyndir og orð ehf. Þau lán voru því sem næst öll í formi framvirkra samninga um hlutabréf. Þau hlutabréf sem hæstu samningarnir voru um voru í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og Spron. Björn Ingi var ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, frá mars 2008 til mars 2009 og stýrði jafnframt samnefndum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Þá vekur athygli að í september 2008 gerði félagið nýja samninga um kaup á hlutabréfum Exista, sem námu um 230 milljónum króna. Við gerð þeirra samninga ríflega tvöfölduðust skuldir félagsins. Lán til Óla Björns Kárasonar voru að langmestu leyti til félags hans ÓB-fjárfestingar ehf. og félaga í meirihlutaeigu þess, Framtíðarsýnar hf. (áður 2012 ehf.) og Fiskifrétta ehf. (áður 2013 ehf.) en Framtíðarsýn gaf út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir gáfu út samnefnt blað. Lán til þessara þriggja félaga voru öll frá Kaupþingi banka. Þegar lán til þessara félaga voru hæst voru þau að mestu leyti til Framtíðarsýnar og Fiskifrétta en að nokkru leyti virðast þau hafa færst yfir til ÓB-fjárfestingar fram á byrjun árs 2006. Þaðan í frá voru skuldirnar eingöngu í útgáfufélögunum tveimur en þær voru um 200 milljónir fram til ársins 2007 og um 100 milljónir frá því snemma þess árs. Styrmir Gunnarsson hafði lán í öllum stóru bönkunum þremur á tímabilinu. Hæst voru þau í byrjun árs 2006 en fyrstu 7 mánuði ársins námu lán hans frá Landsbankanum um 130 milljónum. Frá miðju ári 2007 voru lán hans við bankana þrjá undir 100 milljónum króna. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi um lán til fjölmiðlamanna kemur fram að Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, skuldaði á tímabili 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Fram kemur að ransóknarnefnd vill að lánveitingum til eignarhaldsfélags Björns Inga verði vísað til sérstaks saksóknara. Í skýrslunni segir að lán til Björns Inga Hrafnssonar voru öll veitt af Kaupþingi banka hf. Annars vegar voru lánin til Björns beint en þau voru hæst í lok september 2008, rúmar 100 milljónir króna. Hins vegar voru lán veitt til félags í hans eigu, Caramba-hugmyndir og orð ehf. Þau lán voru því sem næst öll í formi framvirkra samninga um hlutabréf. Þau hlutabréf sem hæstu samningarnir voru um voru í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og Spron. Björn Ingi var ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, frá mars 2008 til mars 2009 og stýrði jafnframt samnefndum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Þá vekur athygli að í september 2008 gerði félagið nýja samninga um kaup á hlutabréfum Exista, sem námu um 230 milljónum króna. Við gerð þeirra samninga ríflega tvöfölduðust skuldir félagsins. Lán til Óla Björns Kárasonar voru að langmestu leyti til félags hans ÓB-fjárfestingar ehf. og félaga í meirihlutaeigu þess, Framtíðarsýnar hf. (áður 2012 ehf.) og Fiskifrétta ehf. (áður 2013 ehf.) en Framtíðarsýn gaf út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir gáfu út samnefnt blað. Lán til þessara þriggja félaga voru öll frá Kaupþingi banka. Þegar lán til þessara félaga voru hæst voru þau að mestu leyti til Framtíðarsýnar og Fiskifrétta en að nokkru leyti virðast þau hafa færst yfir til ÓB-fjárfestingar fram á byrjun árs 2006. Þaðan í frá voru skuldirnar eingöngu í útgáfufélögunum tveimur en þær voru um 200 milljónir fram til ársins 2007 og um 100 milljónir frá því snemma þess árs. Styrmir Gunnarsson hafði lán í öllum stóru bönkunum þremur á tímabilinu. Hæst voru þau í byrjun árs 2006 en fyrstu 7 mánuði ársins námu lán hans frá Landsbankanum um 130 milljónum. Frá miðju ári 2007 voru lán hans við bankana þrjá undir 100 milljónum króna.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira