Ritstjóri Pressunnar skuldaði yfir hálfan milljarð í Kaupþingi 12. apríl 2010 10:57 Björn Ingi Hrafnsson Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi um lán til fjölmiðlamanna kemur fram að Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, skuldaði á tímabili 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Fram kemur að ransóknarnefnd vill að lánveitingum til eignarhaldsfélags Björns Inga verði vísað til sérstaks saksóknara. Í skýrslunni segir að lán til Björns Inga Hrafnssonar voru öll veitt af Kaupþingi banka hf. Annars vegar voru lánin til Björns beint en þau voru hæst í lok september 2008, rúmar 100 milljónir króna. Hins vegar voru lán veitt til félags í hans eigu, Caramba-hugmyndir og orð ehf. Þau lán voru því sem næst öll í formi framvirkra samninga um hlutabréf. Þau hlutabréf sem hæstu samningarnir voru um voru í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og Spron. Björn Ingi var ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, frá mars 2008 til mars 2009 og stýrði jafnframt samnefndum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Þá vekur athygli að í september 2008 gerði félagið nýja samninga um kaup á hlutabréfum Exista, sem námu um 230 milljónum króna. Við gerð þeirra samninga ríflega tvöfölduðust skuldir félagsins. Lán til Óla Björns Kárasonar voru að langmestu leyti til félags hans ÓB-fjárfestingar ehf. og félaga í meirihlutaeigu þess, Framtíðarsýnar hf. (áður 2012 ehf.) og Fiskifrétta ehf. (áður 2013 ehf.) en Framtíðarsýn gaf út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir gáfu út samnefnt blað. Lán til þessara þriggja félaga voru öll frá Kaupþingi banka. Þegar lán til þessara félaga voru hæst voru þau að mestu leyti til Framtíðarsýnar og Fiskifrétta en að nokkru leyti virðast þau hafa færst yfir til ÓB-fjárfestingar fram á byrjun árs 2006. Þaðan í frá voru skuldirnar eingöngu í útgáfufélögunum tveimur en þær voru um 200 milljónir fram til ársins 2007 og um 100 milljónir frá því snemma þess árs. Styrmir Gunnarsson hafði lán í öllum stóru bönkunum þremur á tímabilinu. Hæst voru þau í byrjun árs 2006 en fyrstu 7 mánuði ársins námu lán hans frá Landsbankanum um 130 milljónum. Frá miðju ári 2007 voru lán hans við bankana þrjá undir 100 milljónum króna. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi um lán til fjölmiðlamanna kemur fram að Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, skuldaði á tímabili 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Fram kemur að ransóknarnefnd vill að lánveitingum til eignarhaldsfélags Björns Inga verði vísað til sérstaks saksóknara. Í skýrslunni segir að lán til Björns Inga Hrafnssonar voru öll veitt af Kaupþingi banka hf. Annars vegar voru lánin til Björns beint en þau voru hæst í lok september 2008, rúmar 100 milljónir króna. Hins vegar voru lán veitt til félags í hans eigu, Caramba-hugmyndir og orð ehf. Þau lán voru því sem næst öll í formi framvirkra samninga um hlutabréf. Þau hlutabréf sem hæstu samningarnir voru um voru í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og Spron. Björn Ingi var ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, frá mars 2008 til mars 2009 og stýrði jafnframt samnefndum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Þá vekur athygli að í september 2008 gerði félagið nýja samninga um kaup á hlutabréfum Exista, sem námu um 230 milljónum króna. Við gerð þeirra samninga ríflega tvöfölduðust skuldir félagsins. Lán til Óla Björns Kárasonar voru að langmestu leyti til félags hans ÓB-fjárfestingar ehf. og félaga í meirihlutaeigu þess, Framtíðarsýnar hf. (áður 2012 ehf.) og Fiskifrétta ehf. (áður 2013 ehf.) en Framtíðarsýn gaf út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir gáfu út samnefnt blað. Lán til þessara þriggja félaga voru öll frá Kaupþingi banka. Þegar lán til þessara félaga voru hæst voru þau að mestu leyti til Framtíðarsýnar og Fiskifrétta en að nokkru leyti virðast þau hafa færst yfir til ÓB-fjárfestingar fram á byrjun árs 2006. Þaðan í frá voru skuldirnar eingöngu í útgáfufélögunum tveimur en þær voru um 200 milljónir fram til ársins 2007 og um 100 milljónir frá því snemma þess árs. Styrmir Gunnarsson hafði lán í öllum stóru bönkunum þremur á tímabilinu. Hæst voru þau í byrjun árs 2006 en fyrstu 7 mánuði ársins námu lán hans frá Landsbankanum um 130 milljónum. Frá miðju ári 2007 voru lán hans við bankana þrjá undir 100 milljónum króna.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira