Umfjöllun: Afturelding og Grótta hafa deildaskipti Elvar Geir Magnússon í Mosfellsbæ skrifar 3. maí 2010 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða. Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða.
Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira