Möller-Mærsk leigir herskip til að verjast sjóræningjum 4. janúar 2010 08:48 Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira