Jónína Michaelsdóttir: Svokallaðir ráðherrar Jónína Michaelsdóttir skrifar 11. maí 2010 06:00 Nú, þegar vönduð rannsóknarskýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sækist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnumálum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og sjálfsvirðingu af því að það er enga vinnu að hafa og hver spámaðurinn á fætur öðrum segir að ástandið verði ekkert skárra á næstu árum, þá gefst fólk einfaldlega upp. Á slíkum tímum er ekki hægt að vera með persónulegar skoðanir á hvað megi gera. Það verður að nýta hvert tækifæri sem gefst til að byggja upp og skapa atvinnu. Virkjanir eða einkasjúkrahús fyrir útlendinga þar með. Það er beinlínis lítilsvirðing við almenning á þessum tímum að leggja stein í götu framkvæmda sem skapa atvinnu til framtíðar. Eitur í mínum beinumHeilbrigðisráðherra segir í viðtali við Læknablaðið að hugmyndir um einkasjúkrahús séu óraunhæfar og hætta á að hér skapist tvöfalt kerfi í heilbrigðisgeiranum. „Það er eitur í mínum beinum og ég mun seint stuðla að því að svo verði," segir ráðherrann. Lögin geri ekki ráð fyrir að heilbrigðisyfirvöld ráði þessu. Þetta sé dæmi um glímuna sem þau séu daglega í við arfleifð fyrri ríkisstjórna. „Svokölluðum einkaframkvæmdum var gert hátt undir höfði, lagaumhverfið sniðið að þörfum markaðsaflanna." Nú spyr maður sig, hvað eru einkaframkvæmdir? Er hönnun og önnur listsköpun ekki einkaframkvæmdir? Eru litlu búðirnar sem spretta upp með heimagerðum hlutum ekki einkaframtak, sem og markaðurinn í Kolaportinu. Eru einhverjir svo forskrúfaðir að þeir skilja ekki hvaða verðmæti felst í frelsi einstaklingsins til athafna? Ekki bara efnisleg, heldur sjálfsvirðing og efling skapandi hugsunar. Þó að einhverjir hafi ekki virt almennar umferðarreglur, ekið yfir á rauðu hvar sem þeim sýndist, verið ölvaðir undir stýri og eyðilagt ómetanleg verðmæti, þýðir það ekki að dagar einkabílsins séu taldir. Við og hinirSitjandi ríkisstjórn og fylgismenn hennar hafa frá fyrsta degi talað um vondu íhaldsöflin sem eyðilögðu allt. Góða björgunarsveitin var allt annarrar gerðar og henni best treystandi.Þessi mantra gengur ekki lengur. Það verður enginn betri fyrir það eitt að annar er lakari. Samanburður breiðir ekki yfir vanhæfni þess sem beinir spjótum sínum að öðrum. Þeir sem tala hæst um valdagræðgi og leynd annarra stjórnmálamanna, hafa það yfirlýsta markmið eitt, að hvað sem á milli ber, þá ætli þeir ekki að sleppa valdataumunum. Þeir sem hafa talað hæst um gagnsæi, standa dyggast vörð um leyndina þegar þeim hentar. Þetta er við blasandi og öllum ljóst. Þeir sem tala hæst um spillingu í vina og flokksbræðra ráðningum, geta aðeins unnið með og ráðið sitt fólk, vini og flokksbræður. Sumir ráðherrar taka stöðuheitið bókstaflega og minna stundum á að þeir ráði í tilteknu máli, og hofmóður þeirra og yfirlæti dylst engum. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn öðlast traust með góðum verkum, en einnig með framkomu og fagmennsku. Við lifum á tímum þar sem fólk tjáir sig frjálslega um eitt og annað, einkum á Netinu og gildismat á margan hátt annað en áður var. Sjálfri finnst mér að þeir sem sitja í ráðherrastólum eigi að sýna hlutverki sínu þá virðingu að fara ekki með slúður og halda sig við staðreyndir. Mig varðar til dæmis ekkert um hvað er eitur í beinum ráherrans, þó að mér þyki áhugavert hvaða faglega mat hann styðst við. Mér þótti líka undarlegt að heyra forsætisráðherra landsins segja við blaðamenn að hún leyndi því ekki að sér þætti óþægilegt að ein samflokkskona hennar sæti í þingflokknum, vegna fjárstuðnings sem hún þáði í prófkjöri. Viðkomandi hefði að vísu ekki brotið neinar reglur, en sér þætti þetta sem sagt óþægilegt! Hvers konar framkoma er þetta við samherja? Hverjum kemur við hvað forsætisráðherranum finnst óþægilegt. Þetta er slúður og ekki samboðið embættinu sem þessi annars ágæta kona gegnir. Ef það þykir við hæfi að tala um framtak einstaklinga sem oftar en ekki kemur fleirum vel sem, „svokallaðar einkaframkvæmdir", má alveg eins segja „svokallaðir ráðherrar" um suma sem því embætti gegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Nú, þegar vönduð rannsóknarskýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sækist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnumálum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og sjálfsvirðingu af því að það er enga vinnu að hafa og hver spámaðurinn á fætur öðrum segir að ástandið verði ekkert skárra á næstu árum, þá gefst fólk einfaldlega upp. Á slíkum tímum er ekki hægt að vera með persónulegar skoðanir á hvað megi gera. Það verður að nýta hvert tækifæri sem gefst til að byggja upp og skapa atvinnu. Virkjanir eða einkasjúkrahús fyrir útlendinga þar með. Það er beinlínis lítilsvirðing við almenning á þessum tímum að leggja stein í götu framkvæmda sem skapa atvinnu til framtíðar. Eitur í mínum beinumHeilbrigðisráðherra segir í viðtali við Læknablaðið að hugmyndir um einkasjúkrahús séu óraunhæfar og hætta á að hér skapist tvöfalt kerfi í heilbrigðisgeiranum. „Það er eitur í mínum beinum og ég mun seint stuðla að því að svo verði," segir ráðherrann. Lögin geri ekki ráð fyrir að heilbrigðisyfirvöld ráði þessu. Þetta sé dæmi um glímuna sem þau séu daglega í við arfleifð fyrri ríkisstjórna. „Svokölluðum einkaframkvæmdum var gert hátt undir höfði, lagaumhverfið sniðið að þörfum markaðsaflanna." Nú spyr maður sig, hvað eru einkaframkvæmdir? Er hönnun og önnur listsköpun ekki einkaframkvæmdir? Eru litlu búðirnar sem spretta upp með heimagerðum hlutum ekki einkaframtak, sem og markaðurinn í Kolaportinu. Eru einhverjir svo forskrúfaðir að þeir skilja ekki hvaða verðmæti felst í frelsi einstaklingsins til athafna? Ekki bara efnisleg, heldur sjálfsvirðing og efling skapandi hugsunar. Þó að einhverjir hafi ekki virt almennar umferðarreglur, ekið yfir á rauðu hvar sem þeim sýndist, verið ölvaðir undir stýri og eyðilagt ómetanleg verðmæti, þýðir það ekki að dagar einkabílsins séu taldir. Við og hinirSitjandi ríkisstjórn og fylgismenn hennar hafa frá fyrsta degi talað um vondu íhaldsöflin sem eyðilögðu allt. Góða björgunarsveitin var allt annarrar gerðar og henni best treystandi.Þessi mantra gengur ekki lengur. Það verður enginn betri fyrir það eitt að annar er lakari. Samanburður breiðir ekki yfir vanhæfni þess sem beinir spjótum sínum að öðrum. Þeir sem tala hæst um valdagræðgi og leynd annarra stjórnmálamanna, hafa það yfirlýsta markmið eitt, að hvað sem á milli ber, þá ætli þeir ekki að sleppa valdataumunum. Þeir sem hafa talað hæst um gagnsæi, standa dyggast vörð um leyndina þegar þeim hentar. Þetta er við blasandi og öllum ljóst. Þeir sem tala hæst um spillingu í vina og flokksbræðra ráðningum, geta aðeins unnið með og ráðið sitt fólk, vini og flokksbræður. Sumir ráðherrar taka stöðuheitið bókstaflega og minna stundum á að þeir ráði í tilteknu máli, og hofmóður þeirra og yfirlæti dylst engum. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn öðlast traust með góðum verkum, en einnig með framkomu og fagmennsku. Við lifum á tímum þar sem fólk tjáir sig frjálslega um eitt og annað, einkum á Netinu og gildismat á margan hátt annað en áður var. Sjálfri finnst mér að þeir sem sitja í ráðherrastólum eigi að sýna hlutverki sínu þá virðingu að fara ekki með slúður og halda sig við staðreyndir. Mig varðar til dæmis ekkert um hvað er eitur í beinum ráherrans, þó að mér þyki áhugavert hvaða faglega mat hann styðst við. Mér þótti líka undarlegt að heyra forsætisráðherra landsins segja við blaðamenn að hún leyndi því ekki að sér þætti óþægilegt að ein samflokkskona hennar sæti í þingflokknum, vegna fjárstuðnings sem hún þáði í prófkjöri. Viðkomandi hefði að vísu ekki brotið neinar reglur, en sér þætti þetta sem sagt óþægilegt! Hvers konar framkoma er þetta við samherja? Hverjum kemur við hvað forsætisráðherranum finnst óþægilegt. Þetta er slúður og ekki samboðið embættinu sem þessi annars ágæta kona gegnir. Ef það þykir við hæfi að tala um framtak einstaklinga sem oftar en ekki kemur fleirum vel sem, „svokallaðar einkaframkvæmdir", má alveg eins segja „svokallaðir ráðherrar" um suma sem því embætti gegna.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar