Jónína Michaelsdóttir: Svokallaðir ráðherrar Jónína Michaelsdóttir skrifar 11. maí 2010 06:00 Nú, þegar vönduð rannsóknarskýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sækist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnumálum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og sjálfsvirðingu af því að það er enga vinnu að hafa og hver spámaðurinn á fætur öðrum segir að ástandið verði ekkert skárra á næstu árum, þá gefst fólk einfaldlega upp. Á slíkum tímum er ekki hægt að vera með persónulegar skoðanir á hvað megi gera. Það verður að nýta hvert tækifæri sem gefst til að byggja upp og skapa atvinnu. Virkjanir eða einkasjúkrahús fyrir útlendinga þar með. Það er beinlínis lítilsvirðing við almenning á þessum tímum að leggja stein í götu framkvæmda sem skapa atvinnu til framtíðar. Eitur í mínum beinumHeilbrigðisráðherra segir í viðtali við Læknablaðið að hugmyndir um einkasjúkrahús séu óraunhæfar og hætta á að hér skapist tvöfalt kerfi í heilbrigðisgeiranum. „Það er eitur í mínum beinum og ég mun seint stuðla að því að svo verði," segir ráðherrann. Lögin geri ekki ráð fyrir að heilbrigðisyfirvöld ráði þessu. Þetta sé dæmi um glímuna sem þau séu daglega í við arfleifð fyrri ríkisstjórna. „Svokölluðum einkaframkvæmdum var gert hátt undir höfði, lagaumhverfið sniðið að þörfum markaðsaflanna." Nú spyr maður sig, hvað eru einkaframkvæmdir? Er hönnun og önnur listsköpun ekki einkaframkvæmdir? Eru litlu búðirnar sem spretta upp með heimagerðum hlutum ekki einkaframtak, sem og markaðurinn í Kolaportinu. Eru einhverjir svo forskrúfaðir að þeir skilja ekki hvaða verðmæti felst í frelsi einstaklingsins til athafna? Ekki bara efnisleg, heldur sjálfsvirðing og efling skapandi hugsunar. Þó að einhverjir hafi ekki virt almennar umferðarreglur, ekið yfir á rauðu hvar sem þeim sýndist, verið ölvaðir undir stýri og eyðilagt ómetanleg verðmæti, þýðir það ekki að dagar einkabílsins séu taldir. Við og hinirSitjandi ríkisstjórn og fylgismenn hennar hafa frá fyrsta degi talað um vondu íhaldsöflin sem eyðilögðu allt. Góða björgunarsveitin var allt annarrar gerðar og henni best treystandi.Þessi mantra gengur ekki lengur. Það verður enginn betri fyrir það eitt að annar er lakari. Samanburður breiðir ekki yfir vanhæfni þess sem beinir spjótum sínum að öðrum. Þeir sem tala hæst um valdagræðgi og leynd annarra stjórnmálamanna, hafa það yfirlýsta markmið eitt, að hvað sem á milli ber, þá ætli þeir ekki að sleppa valdataumunum. Þeir sem hafa talað hæst um gagnsæi, standa dyggast vörð um leyndina þegar þeim hentar. Þetta er við blasandi og öllum ljóst. Þeir sem tala hæst um spillingu í vina og flokksbræðra ráðningum, geta aðeins unnið með og ráðið sitt fólk, vini og flokksbræður. Sumir ráðherrar taka stöðuheitið bókstaflega og minna stundum á að þeir ráði í tilteknu máli, og hofmóður þeirra og yfirlæti dylst engum. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn öðlast traust með góðum verkum, en einnig með framkomu og fagmennsku. Við lifum á tímum þar sem fólk tjáir sig frjálslega um eitt og annað, einkum á Netinu og gildismat á margan hátt annað en áður var. Sjálfri finnst mér að þeir sem sitja í ráðherrastólum eigi að sýna hlutverki sínu þá virðingu að fara ekki með slúður og halda sig við staðreyndir. Mig varðar til dæmis ekkert um hvað er eitur í beinum ráherrans, þó að mér þyki áhugavert hvaða faglega mat hann styðst við. Mér þótti líka undarlegt að heyra forsætisráðherra landsins segja við blaðamenn að hún leyndi því ekki að sér þætti óþægilegt að ein samflokkskona hennar sæti í þingflokknum, vegna fjárstuðnings sem hún þáði í prófkjöri. Viðkomandi hefði að vísu ekki brotið neinar reglur, en sér þætti þetta sem sagt óþægilegt! Hvers konar framkoma er þetta við samherja? Hverjum kemur við hvað forsætisráðherranum finnst óþægilegt. Þetta er slúður og ekki samboðið embættinu sem þessi annars ágæta kona gegnir. Ef það þykir við hæfi að tala um framtak einstaklinga sem oftar en ekki kemur fleirum vel sem, „svokallaðar einkaframkvæmdir", má alveg eins segja „svokallaðir ráðherrar" um suma sem því embætti gegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nú, þegar vönduð rannsóknarskýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sækist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnumálum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og sjálfsvirðingu af því að það er enga vinnu að hafa og hver spámaðurinn á fætur öðrum segir að ástandið verði ekkert skárra á næstu árum, þá gefst fólk einfaldlega upp. Á slíkum tímum er ekki hægt að vera með persónulegar skoðanir á hvað megi gera. Það verður að nýta hvert tækifæri sem gefst til að byggja upp og skapa atvinnu. Virkjanir eða einkasjúkrahús fyrir útlendinga þar með. Það er beinlínis lítilsvirðing við almenning á þessum tímum að leggja stein í götu framkvæmda sem skapa atvinnu til framtíðar. Eitur í mínum beinumHeilbrigðisráðherra segir í viðtali við Læknablaðið að hugmyndir um einkasjúkrahús séu óraunhæfar og hætta á að hér skapist tvöfalt kerfi í heilbrigðisgeiranum. „Það er eitur í mínum beinum og ég mun seint stuðla að því að svo verði," segir ráðherrann. Lögin geri ekki ráð fyrir að heilbrigðisyfirvöld ráði þessu. Þetta sé dæmi um glímuna sem þau séu daglega í við arfleifð fyrri ríkisstjórna. „Svokölluðum einkaframkvæmdum var gert hátt undir höfði, lagaumhverfið sniðið að þörfum markaðsaflanna." Nú spyr maður sig, hvað eru einkaframkvæmdir? Er hönnun og önnur listsköpun ekki einkaframkvæmdir? Eru litlu búðirnar sem spretta upp með heimagerðum hlutum ekki einkaframtak, sem og markaðurinn í Kolaportinu. Eru einhverjir svo forskrúfaðir að þeir skilja ekki hvaða verðmæti felst í frelsi einstaklingsins til athafna? Ekki bara efnisleg, heldur sjálfsvirðing og efling skapandi hugsunar. Þó að einhverjir hafi ekki virt almennar umferðarreglur, ekið yfir á rauðu hvar sem þeim sýndist, verið ölvaðir undir stýri og eyðilagt ómetanleg verðmæti, þýðir það ekki að dagar einkabílsins séu taldir. Við og hinirSitjandi ríkisstjórn og fylgismenn hennar hafa frá fyrsta degi talað um vondu íhaldsöflin sem eyðilögðu allt. Góða björgunarsveitin var allt annarrar gerðar og henni best treystandi.Þessi mantra gengur ekki lengur. Það verður enginn betri fyrir það eitt að annar er lakari. Samanburður breiðir ekki yfir vanhæfni þess sem beinir spjótum sínum að öðrum. Þeir sem tala hæst um valdagræðgi og leynd annarra stjórnmálamanna, hafa það yfirlýsta markmið eitt, að hvað sem á milli ber, þá ætli þeir ekki að sleppa valdataumunum. Þeir sem hafa talað hæst um gagnsæi, standa dyggast vörð um leyndina þegar þeim hentar. Þetta er við blasandi og öllum ljóst. Þeir sem tala hæst um spillingu í vina og flokksbræðra ráðningum, geta aðeins unnið með og ráðið sitt fólk, vini og flokksbræður. Sumir ráðherrar taka stöðuheitið bókstaflega og minna stundum á að þeir ráði í tilteknu máli, og hofmóður þeirra og yfirlæti dylst engum. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn öðlast traust með góðum verkum, en einnig með framkomu og fagmennsku. Við lifum á tímum þar sem fólk tjáir sig frjálslega um eitt og annað, einkum á Netinu og gildismat á margan hátt annað en áður var. Sjálfri finnst mér að þeir sem sitja í ráðherrastólum eigi að sýna hlutverki sínu þá virðingu að fara ekki með slúður og halda sig við staðreyndir. Mig varðar til dæmis ekkert um hvað er eitur í beinum ráherrans, þó að mér þyki áhugavert hvaða faglega mat hann styðst við. Mér þótti líka undarlegt að heyra forsætisráðherra landsins segja við blaðamenn að hún leyndi því ekki að sér þætti óþægilegt að ein samflokkskona hennar sæti í þingflokknum, vegna fjárstuðnings sem hún þáði í prófkjöri. Viðkomandi hefði að vísu ekki brotið neinar reglur, en sér þætti þetta sem sagt óþægilegt! Hvers konar framkoma er þetta við samherja? Hverjum kemur við hvað forsætisráðherranum finnst óþægilegt. Þetta er slúður og ekki samboðið embættinu sem þessi annars ágæta kona gegnir. Ef það þykir við hæfi að tala um framtak einstaklinga sem oftar en ekki kemur fleirum vel sem, „svokallaðar einkaframkvæmdir", má alveg eins segja „svokallaðir ráðherrar" um suma sem því embætti gegna.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun