Umfjöllun: Valur lagði baráttuglaðar Blikastelpur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júlí 2010 21:09 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Stefán Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti