Sjælsö Gruppen selur eignir í Svíþjóð fyrir 7,5 milljarða 18. febrúar 2010 15:17 Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur hefur selt þrjá af eignum sínum í Svíþjóð fyrir 420 milljónir danskra kr. eða um 7,5 milljarða kr. Fyrr í vikunni seldi Sjælsö tvær af eignum sínum í Danmörku fyrir 3,9 milljarða kr.Eignirnar í Svíþjóð voru keyptar af lífeyrissjóðnum Alecta en um fasteignir í útleigu er að ræða sem staðsettar eru í Helsingborg, Åkersberga og Borås. Greint er frá sölunni á börsen.dk.Flemming J. Jensen forstjóri Sjælsö segir í tilkynningu um söluna að það sé ánægjulegt að aftur er vaxandi eftirspurn hjá fjárfestum eftir vel staðsettum fasteignum sem eru í útleigu traustra aðila. Jafnframt kemur fram hjá honum að þetta er fyrsta stóra sala félagsins til fagfjárfesta í Svíþjóð.Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur hefur selt þrjá af eignum sínum í Svíþjóð fyrir 420 milljónir danskra kr. eða um 7,5 milljarða kr. Fyrr í vikunni seldi Sjælsö tvær af eignum sínum í Danmörku fyrir 3,9 milljarða kr.Eignirnar í Svíþjóð voru keyptar af lífeyrissjóðnum Alecta en um fasteignir í útleigu er að ræða sem staðsettar eru í Helsingborg, Åkersberga og Borås. Greint er frá sölunni á börsen.dk.Flemming J. Jensen forstjóri Sjælsö segir í tilkynningu um söluna að það sé ánægjulegt að aftur er vaxandi eftirspurn hjá fjárfestum eftir vel staðsettum fasteignum sem eru í útleigu traustra aðila. Jafnframt kemur fram hjá honum að þetta er fyrsta stóra sala félagsins til fagfjárfesta í Svíþjóð.Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira