Eignirnar í Svíþjóð voru keyptar af lífeyrissjóðnum Alecta en um fasteignir í útleigu er að ræða sem staðsettar eru í Helsingborg, Åkersberga og Borås. Greint er frá sölunni á börsen.dk.
Flemming J. Jensen forstjóri Sjælsö segir í tilkynningu um söluna að það sé ánægjulegt að aftur er vaxandi eftirspurn hjá fjárfestum eftir vel staðsettum fasteignum sem eru í útleigu traustra aðila. Jafnframt kemur fram hjá honum að þetta er fyrsta stóra sala félagsins til fagfjárfesta í Svíþjóð.
Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.
Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.