Geta vinstrimenn eitthvað lært Svavar Gestsson skrifar 8. nóvember 2010 06:00 Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölubótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn fór líka á vísitölubótum; það var 1974. Þá fóru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem voru einn stjórnarflokkanna, á taugum. Það var efnt til kosninga og útkoman varð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta vinstristjórn varð til 1978; hún liðaðist í sundur 1979 af því að einn stjórnarflokkanna þoldi ekki kaupgjaldsvísitöluna. Sjálfstæðisflokkurinn komst þó ekki til valda og enn var mynduð stjórn sem má gjarnan kalla vinstristjórn. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. Álmálið átti að nota til að koma henni frá með því að stjórnarliðar Framsóknarflokksins stóðu að tillögu um að setja iðnaðarráðherrann af af því að hann væri ekki nógu stóriðjufús. Það tókst ekki, en eftir kosningarnar 1983 tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Framsóknarflokksins. Hún sat í heil fjögur ár og bjó til misvægi launa og lána, gaf vexti frjálsa og innleiddi kvótakerfið. Hún var svo endurnýjuð 1987 en hrundi 1988. Þá tók við ríkisstjórn sem kom á þjóðarsátt og hjó á vítahring verðbólgunnar. Hún fékk meirihluta í kosningum til að starfa áfram en Alþýðuflokkurinn kaus að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Þau völd hafði hann í 18 ár. Nú hefur vinstristjórn setið í 18 mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn langþreyttur á því að ráða engu, hvorki hjá ríkinu né borg. Hann er að tryllast af valdaleysi. Og hann lemur tunnur úti um allt þjóðfélagið. Hann reynir að gera bandalög inn í stjórnarflokkana eins og hann gerði líka 1958 og 1974. Hann notar andstöðuna við ESB einn daginn, annan er það Icesave sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til og er á móti því að leysa. Í þessum málum tekst honum að stíga í takt við einstaklinga í Vg. Og svo eru það stóriðjumálin. Þar stígur hann taktinn við tunnusláttinn með Samfylkingunni. Tilgangurinn er ekki sá að stöðva aðildarumsókn að ESB, ekki sá að koma í veg fyrir að samið verði um Icesave og ekki sá að tryggja byggingu álvera. Það síðastnefnda er ekki hægt af því að orkan er ekki til. Nei, tilgangurinn er sá einn að koma íhaldinu til valda á ný. Og það mun Sjálfstæðisflokknum takast ef honum auðnast áfram að heyra bergmál inni í stjórnarflokkum þegar hann lemur tunnurnar. En af langri sögu hafa vinstrimenn kannski lært að láta ekki rugla sig í ríminu; eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölubótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn fór líka á vísitölubótum; það var 1974. Þá fóru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem voru einn stjórnarflokkanna, á taugum. Það var efnt til kosninga og útkoman varð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta vinstristjórn varð til 1978; hún liðaðist í sundur 1979 af því að einn stjórnarflokkanna þoldi ekki kaupgjaldsvísitöluna. Sjálfstæðisflokkurinn komst þó ekki til valda og enn var mynduð stjórn sem má gjarnan kalla vinstristjórn. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. Álmálið átti að nota til að koma henni frá með því að stjórnarliðar Framsóknarflokksins stóðu að tillögu um að setja iðnaðarráðherrann af af því að hann væri ekki nógu stóriðjufús. Það tókst ekki, en eftir kosningarnar 1983 tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Framsóknarflokksins. Hún sat í heil fjögur ár og bjó til misvægi launa og lána, gaf vexti frjálsa og innleiddi kvótakerfið. Hún var svo endurnýjuð 1987 en hrundi 1988. Þá tók við ríkisstjórn sem kom á þjóðarsátt og hjó á vítahring verðbólgunnar. Hún fékk meirihluta í kosningum til að starfa áfram en Alþýðuflokkurinn kaus að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Þau völd hafði hann í 18 ár. Nú hefur vinstristjórn setið í 18 mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn langþreyttur á því að ráða engu, hvorki hjá ríkinu né borg. Hann er að tryllast af valdaleysi. Og hann lemur tunnur úti um allt þjóðfélagið. Hann reynir að gera bandalög inn í stjórnarflokkana eins og hann gerði líka 1958 og 1974. Hann notar andstöðuna við ESB einn daginn, annan er það Icesave sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til og er á móti því að leysa. Í þessum málum tekst honum að stíga í takt við einstaklinga í Vg. Og svo eru það stóriðjumálin. Þar stígur hann taktinn við tunnusláttinn með Samfylkingunni. Tilgangurinn er ekki sá að stöðva aðildarumsókn að ESB, ekki sá að koma í veg fyrir að samið verði um Icesave og ekki sá að tryggja byggingu álvera. Það síðastnefnda er ekki hægt af því að orkan er ekki til. Nei, tilgangurinn er sá einn að koma íhaldinu til valda á ný. Og það mun Sjálfstæðisflokknum takast ef honum auðnast áfram að heyra bergmál inni í stjórnarflokkum þegar hann lemur tunnurnar. En af langri sögu hafa vinstrimenn kannski lært að láta ekki rugla sig í ríminu; eða hvað?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar