Geta vinstrimenn eitthvað lært Svavar Gestsson skrifar 8. nóvember 2010 06:00 Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölubótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn fór líka á vísitölubótum; það var 1974. Þá fóru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem voru einn stjórnarflokkanna, á taugum. Það var efnt til kosninga og útkoman varð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta vinstristjórn varð til 1978; hún liðaðist í sundur 1979 af því að einn stjórnarflokkanna þoldi ekki kaupgjaldsvísitöluna. Sjálfstæðisflokkurinn komst þó ekki til valda og enn var mynduð stjórn sem má gjarnan kalla vinstristjórn. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. Álmálið átti að nota til að koma henni frá með því að stjórnarliðar Framsóknarflokksins stóðu að tillögu um að setja iðnaðarráðherrann af af því að hann væri ekki nógu stóriðjufús. Það tókst ekki, en eftir kosningarnar 1983 tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Framsóknarflokksins. Hún sat í heil fjögur ár og bjó til misvægi launa og lána, gaf vexti frjálsa og innleiddi kvótakerfið. Hún var svo endurnýjuð 1987 en hrundi 1988. Þá tók við ríkisstjórn sem kom á þjóðarsátt og hjó á vítahring verðbólgunnar. Hún fékk meirihluta í kosningum til að starfa áfram en Alþýðuflokkurinn kaus að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Þau völd hafði hann í 18 ár. Nú hefur vinstristjórn setið í 18 mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn langþreyttur á því að ráða engu, hvorki hjá ríkinu né borg. Hann er að tryllast af valdaleysi. Og hann lemur tunnur úti um allt þjóðfélagið. Hann reynir að gera bandalög inn í stjórnarflokkana eins og hann gerði líka 1958 og 1974. Hann notar andstöðuna við ESB einn daginn, annan er það Icesave sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til og er á móti því að leysa. Í þessum málum tekst honum að stíga í takt við einstaklinga í Vg. Og svo eru það stóriðjumálin. Þar stígur hann taktinn við tunnusláttinn með Samfylkingunni. Tilgangurinn er ekki sá að stöðva aðildarumsókn að ESB, ekki sá að koma í veg fyrir að samið verði um Icesave og ekki sá að tryggja byggingu álvera. Það síðastnefnda er ekki hægt af því að orkan er ekki til. Nei, tilgangurinn er sá einn að koma íhaldinu til valda á ný. Og það mun Sjálfstæðisflokknum takast ef honum auðnast áfram að heyra bergmál inni í stjórnarflokkum þegar hann lemur tunnurnar. En af langri sögu hafa vinstrimenn kannski lært að láta ekki rugla sig í ríminu; eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölubótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn fór líka á vísitölubótum; það var 1974. Þá fóru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem voru einn stjórnarflokkanna, á taugum. Það var efnt til kosninga og útkoman varð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta vinstristjórn varð til 1978; hún liðaðist í sundur 1979 af því að einn stjórnarflokkanna þoldi ekki kaupgjaldsvísitöluna. Sjálfstæðisflokkurinn komst þó ekki til valda og enn var mynduð stjórn sem má gjarnan kalla vinstristjórn. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. Álmálið átti að nota til að koma henni frá með því að stjórnarliðar Framsóknarflokksins stóðu að tillögu um að setja iðnaðarráðherrann af af því að hann væri ekki nógu stóriðjufús. Það tókst ekki, en eftir kosningarnar 1983 tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Framsóknarflokksins. Hún sat í heil fjögur ár og bjó til misvægi launa og lána, gaf vexti frjálsa og innleiddi kvótakerfið. Hún var svo endurnýjuð 1987 en hrundi 1988. Þá tók við ríkisstjórn sem kom á þjóðarsátt og hjó á vítahring verðbólgunnar. Hún fékk meirihluta í kosningum til að starfa áfram en Alþýðuflokkurinn kaus að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Þau völd hafði hann í 18 ár. Nú hefur vinstristjórn setið í 18 mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn langþreyttur á því að ráða engu, hvorki hjá ríkinu né borg. Hann er að tryllast af valdaleysi. Og hann lemur tunnur úti um allt þjóðfélagið. Hann reynir að gera bandalög inn í stjórnarflokkana eins og hann gerði líka 1958 og 1974. Hann notar andstöðuna við ESB einn daginn, annan er það Icesave sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til og er á móti því að leysa. Í þessum málum tekst honum að stíga í takt við einstaklinga í Vg. Og svo eru það stóriðjumálin. Þar stígur hann taktinn við tunnusláttinn með Samfylkingunni. Tilgangurinn er ekki sá að stöðva aðildarumsókn að ESB, ekki sá að koma í veg fyrir að samið verði um Icesave og ekki sá að tryggja byggingu álvera. Það síðastnefnda er ekki hægt af því að orkan er ekki til. Nei, tilgangurinn er sá einn að koma íhaldinu til valda á ný. Og það mun Sjálfstæðisflokknum takast ef honum auðnast áfram að heyra bergmál inni í stjórnarflokkum þegar hann lemur tunnurnar. En af langri sögu hafa vinstrimenn kannski lært að láta ekki rugla sig í ríminu; eða hvað?
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun