Samkvæmt frétt í Guardian verður tilkynnt um kaupin í dag en Kraft hefur lengi barist fyrir því að ná Cadbury´s til sín. Stjórn Cadbury´s gafst loks upp fyrir þrýstingnum og lét undan þegar Kraft hækkaði tilboð sitt. Á sama tíma komu skilaboð frá Hershey um að þeir væru hættir að keppa við Kraft um Cadbury´s.
Cadbury´s á að baki 186 ára langa sögu í Bretlandi. Verkalýðsfélög í Bretlandi hafa miklar áhyggjur af þessum kaupum og telja að störf 30.000 Breta séu í hættu. Kraft hefur orð á sér fyrir að skera harkalega niður í rekstrinum til að ná fram hagnaðaráformum sínum.