Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamóti sem lauk í Hollandi í dag. Ísland laut í lægra haldi fyrir Brasilíu í dag, 24-17.
Ísland tapaði einnig fyrir Hollandi og Svartfjallalandi um helgina en Ísland er nú að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku í desember.
Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fjögur mörk og Berglind Íris Hansdóttir varði 22 skot í markinu.
Aðrir markaskorarar Íslands:
Arna Sif Pálsdóttir 3
Hrafnhildur Skúladóttir 3
Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2
Rut Jónsdóttir 2
Sunna Jónsdóttir 1
Ásta Birna Gunnarsdóttir 1
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1