Umfjöllun: Góð barátta Fjölnis dugði ekki gegn KR Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júní 2010 22:53 Björgólfur Takefusa og Hrafn Davíðsson. Mynd/Valli KR komst í kvöld áfram í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni karla eftir 2-1 sigur á 1. deildarliðs Fjölnis í Grafarvoginum. Þessi lið áttust við í úrslitum bikarkeppninnar árið 2008 þar sem KR fór með sigur af hólmi, 1-0. Aðstæður voru frábærar í Grafarvoginum - sólin skein og blankalogn. Fyrri hálfleikurinn var hinsvegar ekki í takt við veðurfarið, lítið var um færi og liði afar varnarsinnuð. KR var mjög mikið með boltann en Fjölnismenn lágu aftur og beittu hættulegum skyndisóknum með hröðum framherjum sínum. Seinni hálfleikur bauð þó upp á meira fjör, snemma hálfleiks komust Fjölnismenn yfir þegar Aron Jóhannsson stal boltanum af varnarmönnum KR og lagði boltann fyrir Pétur Georg Markan sem þrumaði boltanum í þaknetið. KR-ingar lögðust í sókn eftir þetta og uppskáru mark á 61. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skallaði góða fyrirgjöf Skúla Jóns Friðgeirssonar í netið. KR héldu áfram að pressa og Fjölnir beitti skyndisóknum. Það var svo KR sem skoraði næsta mark sem reyndist vera sigurmarkið. Óskar Örn Hauksson lék inn í teig þar sem hann var felldur og steig Björgólfur Takefusa á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hrafni í marki Fjölnis. Fjölnismenn reyndu að bæta í sóknina eftir þetta og fékk Geir Kristinsson mjög gott færi á 78. mínútu en hann átti hörkuskalla úr horni sem Lars Ivar Moldsked varði glæsilega. KR fengu einnig nokkur færi en engin fleiri mörk litu dagsins ljós .Fjölnir - KR 1-2 0-1 Pétur Georg Markan (50.) 1-1 Baldur Sigurðsson (61.) 1-2 Björgólfur Takefusa (75.) Áhorfendur: 887 Dómari: Valgeir Valgeirsson.Skot (á mark): 5-15 (3-7)Varin skot: Hrafn 6 - Moldsked 2Horn: 2-14Aukaspyrnur fengnar: 13-9Rangstöður: 0-4Fjölnir (4-3-3): Hrafn Davíðsson Einar Markús Einarsson (80. Styrmir Árnason) Stanislav Vidakovic Gunnar Valur Gunnarsson Illugi Þór Gunnarsson Ottó Marínó Ingason Geir Kristinsson Kristinn Freyr Sigurðsson (73. Ágúst Þór Ágústsson) Pétur Georg Markan Aron Jóhannsson Guðmundur Karl GuðmundssonKR (4-5-1): Lars Ivar Moldsked Guðmundur Reynir Gunnarsson Mark Rutgers Grétar Sigfinnur Sigurðsson Skúli Jón Friðgeirsson Jordao Diogo (46. Gunnar Örn Jónsson) Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Viktor Bjarki Arnarsson (60. Kjartan Henry Finnbogason) Óskar Örn Hauksson (85. Gunnar Kristjánsson) Björgólfur Takefusa Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
KR komst í kvöld áfram í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni karla eftir 2-1 sigur á 1. deildarliðs Fjölnis í Grafarvoginum. Þessi lið áttust við í úrslitum bikarkeppninnar árið 2008 þar sem KR fór með sigur af hólmi, 1-0. Aðstæður voru frábærar í Grafarvoginum - sólin skein og blankalogn. Fyrri hálfleikurinn var hinsvegar ekki í takt við veðurfarið, lítið var um færi og liði afar varnarsinnuð. KR var mjög mikið með boltann en Fjölnismenn lágu aftur og beittu hættulegum skyndisóknum með hröðum framherjum sínum. Seinni hálfleikur bauð þó upp á meira fjör, snemma hálfleiks komust Fjölnismenn yfir þegar Aron Jóhannsson stal boltanum af varnarmönnum KR og lagði boltann fyrir Pétur Georg Markan sem þrumaði boltanum í þaknetið. KR-ingar lögðust í sókn eftir þetta og uppskáru mark á 61. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skallaði góða fyrirgjöf Skúla Jóns Friðgeirssonar í netið. KR héldu áfram að pressa og Fjölnir beitti skyndisóknum. Það var svo KR sem skoraði næsta mark sem reyndist vera sigurmarkið. Óskar Örn Hauksson lék inn í teig þar sem hann var felldur og steig Björgólfur Takefusa á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hrafni í marki Fjölnis. Fjölnismenn reyndu að bæta í sóknina eftir þetta og fékk Geir Kristinsson mjög gott færi á 78. mínútu en hann átti hörkuskalla úr horni sem Lars Ivar Moldsked varði glæsilega. KR fengu einnig nokkur færi en engin fleiri mörk litu dagsins ljós .Fjölnir - KR 1-2 0-1 Pétur Georg Markan (50.) 1-1 Baldur Sigurðsson (61.) 1-2 Björgólfur Takefusa (75.) Áhorfendur: 887 Dómari: Valgeir Valgeirsson.Skot (á mark): 5-15 (3-7)Varin skot: Hrafn 6 - Moldsked 2Horn: 2-14Aukaspyrnur fengnar: 13-9Rangstöður: 0-4Fjölnir (4-3-3): Hrafn Davíðsson Einar Markús Einarsson (80. Styrmir Árnason) Stanislav Vidakovic Gunnar Valur Gunnarsson Illugi Þór Gunnarsson Ottó Marínó Ingason Geir Kristinsson Kristinn Freyr Sigurðsson (73. Ágúst Þór Ágústsson) Pétur Georg Markan Aron Jóhannsson Guðmundur Karl GuðmundssonKR (4-5-1): Lars Ivar Moldsked Guðmundur Reynir Gunnarsson Mark Rutgers Grétar Sigfinnur Sigurðsson Skúli Jón Friðgeirsson Jordao Diogo (46. Gunnar Örn Jónsson) Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Viktor Bjarki Arnarsson (60. Kjartan Henry Finnbogason) Óskar Örn Hauksson (85. Gunnar Kristjánsson) Björgólfur Takefusa
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira