Kína hagnaðist um 160 milljarða á koparkaupum 11. október 2010 13:43 Kínverjar högnuðust um allt að 1,5 milljarða dollara eða um 160 milljarða kr. á koparkaupum snemma árs í fyrra. Um var að ræða spákaupmennsku þar sem Kínverjar veðjuðu á að verð á kopar myndi hækka verulega. Þetta gekk eftir. Financial Times fjallar um þetta mál en þar segir að Kínverjar hafi tekið umfangsmikla stöðu á koparmarkaðinum í ársbyrjun í fyrra þegar verðið á kopar hafði lækkað mikið og stóð í tæpum 3.500 dollurum fyrir tonnið. Kínverjarnir keyptu þá á milli 250.000 og 300.000 tonn sem samsvarar nærri 2% af heimsframleiðslunni á ári. Í dag stendur tonnið af kopar í tæpum 8.350 dollurum og því hafa Kínverjar spáð rétt í þróun markaðarins. Sérfræðingar telja að gengishagnaður Kínverja vegna þessara kaupa sé ekki minni en 1,2 til 1,5 milljarður dollara. Financial Times hefur eftir sérfræðingum að Kínverjar muni hefjast handa á næstunni við að ná þessum gengishagnaði í hús með því að selja af birgðum sínum. Kopar hefur hækkað gífurlega í verði á undanförnum mánuðum sem og önnur hrávara. Sérfræðingar spá því að verð á kopar verði á bilinu 9.000 til 11.000 dollarar á tonnið á næsta ári. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverjar högnuðust um allt að 1,5 milljarða dollara eða um 160 milljarða kr. á koparkaupum snemma árs í fyrra. Um var að ræða spákaupmennsku þar sem Kínverjar veðjuðu á að verð á kopar myndi hækka verulega. Þetta gekk eftir. Financial Times fjallar um þetta mál en þar segir að Kínverjar hafi tekið umfangsmikla stöðu á koparmarkaðinum í ársbyrjun í fyrra þegar verðið á kopar hafði lækkað mikið og stóð í tæpum 3.500 dollurum fyrir tonnið. Kínverjarnir keyptu þá á milli 250.000 og 300.000 tonn sem samsvarar nærri 2% af heimsframleiðslunni á ári. Í dag stendur tonnið af kopar í tæpum 8.350 dollurum og því hafa Kínverjar spáð rétt í þróun markaðarins. Sérfræðingar telja að gengishagnaður Kínverja vegna þessara kaupa sé ekki minni en 1,2 til 1,5 milljarður dollara. Financial Times hefur eftir sérfræðingum að Kínverjar muni hefjast handa á næstunni við að ná þessum gengishagnaði í hús með því að selja af birgðum sínum. Kopar hefur hækkað gífurlega í verði á undanförnum mánuðum sem og önnur hrávara. Sérfræðingar spá því að verð á kopar verði á bilinu 9.000 til 11.000 dollarar á tonnið á næsta ári.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira