Kína hagnaðist um 160 milljarða á koparkaupum 11. október 2010 13:43 Kínverjar högnuðust um allt að 1,5 milljarða dollara eða um 160 milljarða kr. á koparkaupum snemma árs í fyrra. Um var að ræða spákaupmennsku þar sem Kínverjar veðjuðu á að verð á kopar myndi hækka verulega. Þetta gekk eftir. Financial Times fjallar um þetta mál en þar segir að Kínverjar hafi tekið umfangsmikla stöðu á koparmarkaðinum í ársbyrjun í fyrra þegar verðið á kopar hafði lækkað mikið og stóð í tæpum 3.500 dollurum fyrir tonnið. Kínverjarnir keyptu þá á milli 250.000 og 300.000 tonn sem samsvarar nærri 2% af heimsframleiðslunni á ári. Í dag stendur tonnið af kopar í tæpum 8.350 dollurum og því hafa Kínverjar spáð rétt í þróun markaðarins. Sérfræðingar telja að gengishagnaður Kínverja vegna þessara kaupa sé ekki minni en 1,2 til 1,5 milljarður dollara. Financial Times hefur eftir sérfræðingum að Kínverjar muni hefjast handa á næstunni við að ná þessum gengishagnaði í hús með því að selja af birgðum sínum. Kopar hefur hækkað gífurlega í verði á undanförnum mánuðum sem og önnur hrávara. Sérfræðingar spá því að verð á kopar verði á bilinu 9.000 til 11.000 dollarar á tonnið á næsta ári. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kínverjar högnuðust um allt að 1,5 milljarða dollara eða um 160 milljarða kr. á koparkaupum snemma árs í fyrra. Um var að ræða spákaupmennsku þar sem Kínverjar veðjuðu á að verð á kopar myndi hækka verulega. Þetta gekk eftir. Financial Times fjallar um þetta mál en þar segir að Kínverjar hafi tekið umfangsmikla stöðu á koparmarkaðinum í ársbyrjun í fyrra þegar verðið á kopar hafði lækkað mikið og stóð í tæpum 3.500 dollurum fyrir tonnið. Kínverjarnir keyptu þá á milli 250.000 og 300.000 tonn sem samsvarar nærri 2% af heimsframleiðslunni á ári. Í dag stendur tonnið af kopar í tæpum 8.350 dollurum og því hafa Kínverjar spáð rétt í þróun markaðarins. Sérfræðingar telja að gengishagnaður Kínverja vegna þessara kaupa sé ekki minni en 1,2 til 1,5 milljarður dollara. Financial Times hefur eftir sérfræðingum að Kínverjar muni hefjast handa á næstunni við að ná þessum gengishagnaði í hús með því að selja af birgðum sínum. Kopar hefur hækkað gífurlega í verði á undanförnum mánuðum sem og önnur hrávara. Sérfræðingar spá því að verð á kopar verði á bilinu 9.000 til 11.000 dollarar á tonnið á næsta ári.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira