Tíu sveitarfélög til sérstakrar skoðunar vegna fjárhagsvanda Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2010 10:02 Ráðuneyti Kristjáns Möllers er með 10 sveitarfélög í skoðun vegna fjárhags þeirra. Mynd/ GVA. Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Í svari ráðherra kemur fram að með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar byggðri á fjárhagslegri stöðu einstakra sveitarfélaga, ársreikningum þeirra og fjárhagsáætlunum, megi skipta sveitarfélögum sem nefndin hefur haft afskipti af í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sveitarfélög sem hafa þurft á sérstakri eftirlitsmeðferð að halda og fjárhagslegum stuðningi. Í öðru lagi sveitarfélög sem nefndin telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með fjárhagslegri framvindu hjá. Í þriðja lagi sveitarfélög sem nefndin hefur talið ástæðu til að vara við slæmri skuldastöðu, en hefur ekki talið þörf á því að svo komnu máli að óska frekari upplýsinga. Álftanes og Bolungarvík verst stödd Í fyrsta flokkinn falla sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Samningur var gerður milli eftirlitsnefndar og Bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhagslegar aðgerðir og sérstakt eftirlit. Samningurinn gildir til 31. desember 2011 og bindur nefndin vonir við að hann skili sveitarfélaginu þeirri fjárhagslegu sjálfbærni sem honum er ætlað. Einnig var gerður samningur við Sveitarfélagið Álftanes um fjárhagslegar aðgerðir og áætlanagerð. Sú vinna leiddi hins vegar í ljós að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var svo alvarleg að skipa þurfti sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem tók til starfa 8. febrúar síðastliðinn. Í öðrum flokki eru sveitarfélögin Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Nefndin hefur sent þessum sveitarfélögum bréf og gert athugasemdir um skuldsetningu þeirra og óskað jafnframt eftir því að fá sendar ársfjórðungslegar upplýsingar úr bókhaldi þeirra. Þriðja flokknum tilheyrir Sandgerðisbær sem hefur fengið athugasemd frá nefndinni um skuldsetningu en nefndin mun þó ekki aðhafast frekar að sinni. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Í svari ráðherra kemur fram að með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar byggðri á fjárhagslegri stöðu einstakra sveitarfélaga, ársreikningum þeirra og fjárhagsáætlunum, megi skipta sveitarfélögum sem nefndin hefur haft afskipti af í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sveitarfélög sem hafa þurft á sérstakri eftirlitsmeðferð að halda og fjárhagslegum stuðningi. Í öðru lagi sveitarfélög sem nefndin telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með fjárhagslegri framvindu hjá. Í þriðja lagi sveitarfélög sem nefndin hefur talið ástæðu til að vara við slæmri skuldastöðu, en hefur ekki talið þörf á því að svo komnu máli að óska frekari upplýsinga. Álftanes og Bolungarvík verst stödd Í fyrsta flokkinn falla sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Samningur var gerður milli eftirlitsnefndar og Bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhagslegar aðgerðir og sérstakt eftirlit. Samningurinn gildir til 31. desember 2011 og bindur nefndin vonir við að hann skili sveitarfélaginu þeirri fjárhagslegu sjálfbærni sem honum er ætlað. Einnig var gerður samningur við Sveitarfélagið Álftanes um fjárhagslegar aðgerðir og áætlanagerð. Sú vinna leiddi hins vegar í ljós að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var svo alvarleg að skipa þurfti sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem tók til starfa 8. febrúar síðastliðinn. Í öðrum flokki eru sveitarfélögin Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Nefndin hefur sent þessum sveitarfélögum bréf og gert athugasemdir um skuldsetningu þeirra og óskað jafnframt eftir því að fá sendar ársfjórðungslegar upplýsingar úr bókhaldi þeirra. Þriðja flokknum tilheyrir Sandgerðisbær sem hefur fengið athugasemd frá nefndinni um skuldsetningu en nefndin mun þó ekki aðhafast frekar að sinni.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira