Pólstjörnufangi í flugnámi Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2010 17:15 Fangar eru innan veggja Litla Hrauns þegar þeir stunda nám sitt. Mynd/ Vilhelm. Pólstjörnufanginn Guðbjarni Traustason stundar flugnám í fangelsinu á Litla Hrauni þessi misserin, samkvæmt heimildum Vísis. Guðbjarni var einn þeirra sem var dæmdur í fangelsi fyrir smygl á 100 kílóum af fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða á haustmánuðum árið 2007. Heimildir Vísis herma að um bóklega hluta flugnámsins sé að ræða, en ekki eiginlega flugtíma. Fangar fá ekki að taka flugtíma Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins að Litla Hrauni, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga þegar Vísir spyr hana út í nám Guðbjarna. Hún staðfestir hins vegar að fangar eigi þess ekki kost að sækja flugtíma frá fangelsinu. Hins vegar hafi örfáir fangar fengið að stunda fjarnám sem þeir stundi þá innan veggja fangelsisins. Í undantekningartilfellum fái þeir að sækja próf utan fangelsisins en þá séu þeir í fylgd tveggja fangavarða. Margrét segir að það virðist vera sá misskilningur kominn á kreik að nokkrir fangar stundi nám utan fangelsisins. Það sé ekki rétt. Einn fangi hafi fengið að stunda nám utan veggja fangelsisins. Hann hafi numið við Fjöbrautaskóla Suðurlands. Í öllum öðrum tilfellum hafi fangar stundað námið frá fangelsinu. Námið er mikil hvatning Margrét segir að námið sé föngunum mikil hvatning. Það gleymist stundum að stór hluti af föngum séu strákar sem hafi flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þá hafi sex fangar stundað fjarnám við Verzlunarskóla Íslands í fyrra. „Það útskrifðust tveir stúdentar í desember sem höfðu stundað nám hérna," segir Margrét. Þeir hafi útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Annar þeirra hafi fengið viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur. Pólstjörnumálið Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Pólstjörnufanginn Guðbjarni Traustason stundar flugnám í fangelsinu á Litla Hrauni þessi misserin, samkvæmt heimildum Vísis. Guðbjarni var einn þeirra sem var dæmdur í fangelsi fyrir smygl á 100 kílóum af fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða á haustmánuðum árið 2007. Heimildir Vísis herma að um bóklega hluta flugnámsins sé að ræða, en ekki eiginlega flugtíma. Fangar fá ekki að taka flugtíma Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins að Litla Hrauni, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga þegar Vísir spyr hana út í nám Guðbjarna. Hún staðfestir hins vegar að fangar eigi þess ekki kost að sækja flugtíma frá fangelsinu. Hins vegar hafi örfáir fangar fengið að stunda fjarnám sem þeir stundi þá innan veggja fangelsisins. Í undantekningartilfellum fái þeir að sækja próf utan fangelsisins en þá séu þeir í fylgd tveggja fangavarða. Margrét segir að það virðist vera sá misskilningur kominn á kreik að nokkrir fangar stundi nám utan fangelsisins. Það sé ekki rétt. Einn fangi hafi fengið að stunda nám utan veggja fangelsisins. Hann hafi numið við Fjöbrautaskóla Suðurlands. Í öllum öðrum tilfellum hafi fangar stundað námið frá fangelsinu. Námið er mikil hvatning Margrét segir að námið sé föngunum mikil hvatning. Það gleymist stundum að stór hluti af föngum séu strákar sem hafi flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þá hafi sex fangar stundað fjarnám við Verzlunarskóla Íslands í fyrra. „Það útskrifðust tveir stúdentar í desember sem höfðu stundað nám hérna," segir Margrét. Þeir hafi útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Annar þeirra hafi fengið viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur.
Pólstjörnumálið Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira