Lúkasjenkó sakaður um kosningasvindl 21. desember 2010 01:00 Við fangelsismúrana Ættingjar og vinir reyndu að fá fréttir af hinum handteknu í gær.nordicphotos/AFP Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“ Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila