Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 7,77 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa Marels féll um 3,79 prósent og Össurar um 3,05 prósent á sama tíma.
Engin hlutabréf hækkuðu í verði í dag.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,88 prósent í dag og endaði í 814,8 stigum.