Grótta hefur staðfest að Kristján Halldórsson verði aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Geir Sveinsson verður væntanlega áfram með liðið sem féll úr N1-deildinni á síðasta tímabili.
Kristján verður einnig yfirþjálfari handknattleiksdeildarinnar en hann er einn af stofnfélögum hennar.
Hann snýr því aftur í heimahagana en hann hefur meðal annars þjálfar Stjörnuna og Larvik í Noregi.

