Auglýsa eftir stuðningi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2010 06:00 Freyr Brynjarsson verður í lykilhlutverki hjá Haukum í dag er þeir mæta Grosswallstadt í EHF-bikarnum. Fréttablaðið/Vilhelm Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag. Íslandsmeistararnir eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram eftir að hafa tapað fyrri leiknum ytra með aðeins tveggja marka mun. „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæta svona sterkum liðum. Við mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu á síðustu árum og það er alltaf jafn gaman. Þessir Evrópuleikir eru eins og landsleikir fyrir marga okkar," sagði hinn harðskeytti hornamaður Haukanna, Freyr Brynjarsson. Hann segir Haukana hafa hitt á mjög góðan leik ytra. „Það var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var virkilega góð hjá okkur í þeim leik. Þeir voru eflaust að vanmeta okkur eitthvað á sama tíma og við duttum á góðan leik. Grosswallstadt datt samt úr bikarnum um daginn, tapaði fyrir liði í 2. deild, og þeir eiga því til að brotna. Ef við náum vörn og markvörslu aftur þá er allt hægt. Sérstaklega ef við fáum fullt hús og góðan stuðning. Við hvetjum fólk til þess að mæta," sagði Freyr ákveðinn en frítt er á leikinn. „Þátttaka í Evrópukeppnum hefur oft hjálpað okkur í deildinni heima. Við steinlágum einu sinni fyrir Val og lögðum síðan hið gríðarsterka lið Fotex Veszprém í kjölfarið. Leikurinn úti sýndi okkur hvað við getum. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ef allt smellur hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist." Það er ekki ókeypis að taka þátt í Evrópukeppni og Haukarnir eru þegar komnir í mínus vegna þátttökunnar í ár. Þeir eru samt duglegir að afla fjár og verða meðal annars með sjávarréttakvöld eftir leikinn þar sem leikmenn beggja liða mæta. „Það eru enn lausir miðar á sjávarréttakvöldið og þeir verða seldir á leiknum. Við höfum einnig farið hefðbundnari leiðir til að afla fjár og meðal annars selt klósettpappír og þorskhnakka. Við munum svo gera eitthvað fleira eftir áramót. Bóna bíla og svo var líka hugmynd að gefa út dagatal. Við gerum eitthvað sniðugt," sagði Freyr Brynjarsson léttur. Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag. Íslandsmeistararnir eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram eftir að hafa tapað fyrri leiknum ytra með aðeins tveggja marka mun. „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæta svona sterkum liðum. Við mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu á síðustu árum og það er alltaf jafn gaman. Þessir Evrópuleikir eru eins og landsleikir fyrir marga okkar," sagði hinn harðskeytti hornamaður Haukanna, Freyr Brynjarsson. Hann segir Haukana hafa hitt á mjög góðan leik ytra. „Það var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var virkilega góð hjá okkur í þeim leik. Þeir voru eflaust að vanmeta okkur eitthvað á sama tíma og við duttum á góðan leik. Grosswallstadt datt samt úr bikarnum um daginn, tapaði fyrir liði í 2. deild, og þeir eiga því til að brotna. Ef við náum vörn og markvörslu aftur þá er allt hægt. Sérstaklega ef við fáum fullt hús og góðan stuðning. Við hvetjum fólk til þess að mæta," sagði Freyr ákveðinn en frítt er á leikinn. „Þátttaka í Evrópukeppnum hefur oft hjálpað okkur í deildinni heima. Við steinlágum einu sinni fyrir Val og lögðum síðan hið gríðarsterka lið Fotex Veszprém í kjölfarið. Leikurinn úti sýndi okkur hvað við getum. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ef allt smellur hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist." Það er ekki ókeypis að taka þátt í Evrópukeppni og Haukarnir eru þegar komnir í mínus vegna þátttökunnar í ár. Þeir eru samt duglegir að afla fjár og verða meðal annars með sjávarréttakvöld eftir leikinn þar sem leikmenn beggja liða mæta. „Það eru enn lausir miðar á sjávarréttakvöldið og þeir verða seldir á leiknum. Við höfum einnig farið hefðbundnari leiðir til að afla fjár og meðal annars selt klósettpappír og þorskhnakka. Við munum svo gera eitthvað fleira eftir áramót. Bóna bíla og svo var líka hugmynd að gefa út dagatal. Við gerum eitthvað sniðugt," sagði Freyr Brynjarsson léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira