Íslenski boltinn

Norskur dómari á leik HK og Gróttu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Henning Ovrebo er ekki að dæma í Kópavogi í kvöld heldur landi hans.
Tom Henning Ovrebo er ekki að dæma í Kópavogi í kvöld heldur landi hans. Mynd/Getty Images
Norski dómarinn Håvard Hakestad mun dæma 1. deildarleik HK og Gróttu í kvöld en þetta er hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Norðurlandanna um dómaraskipti.

Håvard Hakestad er 37 ára og dæmir fyrir íþróttafélagið Trott í Noregi. Hann hefur dæmt í norsku b-deildinni síðan 2006.

HK hefur tapað tveimur leikjum í röð í 1. deildinni og aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum. Liðið er fyrir vikið komið niður í sjöunda sætið.

Grótta hefur hinsvegar komið sér út fallsæti með því að ná átta stigum út úr síðustu fjórum leikjum eftir að hafa aðeins fengið 4 stig úr fyrstu 9 deildarleikjum sínum í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×