Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. mars 2010 21:00 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyringa. Fréttablaðið Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira