Valsmenn ætluðu ekki að láta Hauka vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð á þeirra eigin heimavelli og tryggðu sér hreinan úrslitaleik um titilinn með 32-30 sigri í framlengdum leik í Vodafone-höllinni í gær.
Það var sett áhorfendamet á leiknum sem var frábær skemmtun enda spennandi og skemmtilegur. Valsmenn voru sterkari á endasprettinum ekki síst fyrir stórleik Fannars Þórs Friðgeirssonar sem skoraði tólf mörk í gær.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í gær og myndaði stemminguna sem var engu lík enda mjög vel mætt í húsið.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Valsmenn tryggðu sér oddaleik um titilinn - myndasyrpa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
