Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum 18. maí 2010 06:00 kaupin kynnt Kanadíska fyrirtækið Magma á nú tæp 99 prósent í HS Orku. Ross Beatty forstjóri situr fyrir miðju.fréttablaðið/valli Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira