Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um 0,29 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var eina hækkun dagsins. Á móti lækkaði gengi hlutabréfa færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 0,75 prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um0,30 prósent.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,37 prósent og endaði í 876,59 stigum.