Buiter: Grikkland í gjaldþrot ef betri kjör fást ekki 27. apríl 2010 14:05 „Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup segir að Grikkland fari líklega í þjóðargjaldþrot eða skapi eigendum ríkisskuldabréfa sinna verulegt tjón nema landið fái betri kjör á fyrirhuguð björgunarpakka ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Staða Grikklands er ekki beysin í augnablikinu. Ávöxtunarkrafan á 2ja ára ríkisskuldabréfum landsins er komin yfir 14% og skuldatryggingaálið er rokið upp í 724 punkta samkvæmt CMA gagnaveitunni. Sem stendur er Grikkland á toppi lista þeirra 10 þjóða sem CMA metur í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Líkurnar eru taldar rúmlega 46% á slíku.Grikkland hefur farið fram á að björgunarpakki ESB/AGS upp á 45 milljarða evra verð gangsettur strax en Þjóðverjar þráast við. Buiter segir að Grikkland komist hugsanleg hjá gjaldþroti ef landið fær betri kjör á fjármögnun sinni en þau 3% til 4% yfir viðmiðunarvöxtum sem í boði eru.„Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter sem er fyrrum meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka.Fram kemur í máli Buiter að gjaldþrot Grikklands myndi skaða banka á evrusvæðinu þar sem eftirlitsaðilum hafi mistekist að koma í veg fyrir verulega áhættu á lánveitingum þeirra til Grikklands og áhættu af skuldasöfnun hins opinbera þar í landi.Hvað skaða þeirra sem eiga grísk ríkisskuldabréf varðar segir Buiter að sennilega þurfi þeir að gefa eftir 20% af kröfum sínum, „eða í versta falli allt að 30%". Verði þetta niðurstaðan mætti komast hjá formlegu gjaldþroti. Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup segir að Grikkland fari líklega í þjóðargjaldþrot eða skapi eigendum ríkisskuldabréfa sinna verulegt tjón nema landið fái betri kjör á fyrirhuguð björgunarpakka ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Staða Grikklands er ekki beysin í augnablikinu. Ávöxtunarkrafan á 2ja ára ríkisskuldabréfum landsins er komin yfir 14% og skuldatryggingaálið er rokið upp í 724 punkta samkvæmt CMA gagnaveitunni. Sem stendur er Grikkland á toppi lista þeirra 10 þjóða sem CMA metur í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Líkurnar eru taldar rúmlega 46% á slíku.Grikkland hefur farið fram á að björgunarpakki ESB/AGS upp á 45 milljarða evra verð gangsettur strax en Þjóðverjar þráast við. Buiter segir að Grikkland komist hugsanleg hjá gjaldþroti ef landið fær betri kjör á fjármögnun sinni en þau 3% til 4% yfir viðmiðunarvöxtum sem í boði eru.„Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter sem er fyrrum meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka.Fram kemur í máli Buiter að gjaldþrot Grikklands myndi skaða banka á evrusvæðinu þar sem eftirlitsaðilum hafi mistekist að koma í veg fyrir verulega áhættu á lánveitingum þeirra til Grikklands og áhættu af skuldasöfnun hins opinbera þar í landi.Hvað skaða þeirra sem eiga grísk ríkisskuldabréf varðar segir Buiter að sennilega þurfi þeir að gefa eftir 20% af kröfum sínum, „eða í versta falli allt að 30%". Verði þetta niðurstaðan mætti komast hjá formlegu gjaldþroti.
Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira