Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að Alþingi sinni ekki hlutverki sínu og gæti ekki almannahagsmuna. Enn hafi ekki verið gerðar úttektir á ákveðnum stofnunum sem brugðust í aðdraganda bankahrunsins.
„Eins og ég hef oft tæpt á þá er mér að aukast efi um það að Alþingi sem slíkt sé að gæta almannahagsmuna og sinna því hlutverki sem það var kosið til," sagði Þór á Alþingi í dag.
Hann sagði þingmenn sitja með hendur í skauti og bíða eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út. „Það er til stofnun sem heitir Ríkisendurskoðun sem á að sjá um að gera stjórnsýsluúttektir þegar út af bregður. Hún hefur farið inn í stofnanir og kvartað yfir útgjöldum til kaupa á strokleðrum og ljósritunarvélum en hún hefur ekki ennþá skoðað Seðlabanka Íslands sem tapaði nærri því 300 milljörðum á einu bretti."
Þór sagðist hafa tekið málið upp á fundum fjárlaganefndar en sér virtist sem að ekki væri áhugi þar til að fá Ríkisendurskoðun til að gera úttekt á stofnunum á borð við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.
Þingmaður segir Alþingi ekki gæta almannahagsmuna

Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent