Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk 23. apríl 2010 00:01 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sátu ársfund FME árið 2007, ásamt Lárusi Finnbogasyni, síðar formanni skilanefndar Landsbankans. Fréttablaðið/Pjetur „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Eftir að lögfræðingur Kaupþings „féllst á“ það, tók eftirlitsstofnunin viðtöl við þrjá starfsmenn án þess að lögfræðingur væri viðstaddur: „en þar sem langt var liðið frá því að FME kom í bankann þá virtust allir starfsmenn vita um hvað málið snerist og svör þeirra voru mjög svipuð.“ Þar með lauk viðtölum FME við starfsmenn bankanna. Rannsóknarnefnd segir að starfsfólki allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peningabréf sem áhættulausa fjárfestingu og líkja þeim við innlánsbækur en með betri vexti. Viðskiptavinir voru hvattir til að færa sparifé sitt í peningabréf. Stundum var haft samband við þá að fyrra bragði til að koma hvatningu á framfæri. Í skýrslunni segir að gagnrýni á peningamarkaðssjóði sé ótrúlega samhljóða fyrir alla bankana. „[E]ins og jafnan áður fylgir hver öðrum og undir litlu sem engu eftirliti Fjármálaeftirlitsins,“ segir þar. Erfitt hafi verið fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir aukinni áhættu í fjárfestingum enda hafi upplýsingarnar frá bönkunum í besta falli verið blekkjandi. „Þegar svo allir bankarnir standa að sams konar blekkingum er enn erfiðara fyrir fólk að nálgast réttar upplýsingar,“ segir í skýrslunni. Vitnað er til bréfs frá starfsmönnum Landsbankans þar sem sagt er við viðskiptavini: „gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ Annað kom á daginn. Viðskiptavinir sjóðanna töpuðu stórum hluta sinna fjármuna og hefðu tapað mun meiru ef hluti af bréfum þessara sjóða hefði ekki verið keyptur á yfirverði af nýju bönkunum stuttu eftir hrunið. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um að ákvörðun um þau kaup hafi tekið Jónas Fr. Jónsson, þá forstjóri FME, og Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra. Rekstur peningamarkaðssjóða bankanna er meðal atriða sem rannsóknarnefndin vísaði til frekari meðferðar hjá ríkissaksóknara; ástæða sé til „að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn rekstrarfélaga sjóðanna hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði“. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
„Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Eftir að lögfræðingur Kaupþings „féllst á“ það, tók eftirlitsstofnunin viðtöl við þrjá starfsmenn án þess að lögfræðingur væri viðstaddur: „en þar sem langt var liðið frá því að FME kom í bankann þá virtust allir starfsmenn vita um hvað málið snerist og svör þeirra voru mjög svipuð.“ Þar með lauk viðtölum FME við starfsmenn bankanna. Rannsóknarnefnd segir að starfsfólki allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peningabréf sem áhættulausa fjárfestingu og líkja þeim við innlánsbækur en með betri vexti. Viðskiptavinir voru hvattir til að færa sparifé sitt í peningabréf. Stundum var haft samband við þá að fyrra bragði til að koma hvatningu á framfæri. Í skýrslunni segir að gagnrýni á peningamarkaðssjóði sé ótrúlega samhljóða fyrir alla bankana. „[E]ins og jafnan áður fylgir hver öðrum og undir litlu sem engu eftirliti Fjármálaeftirlitsins,“ segir þar. Erfitt hafi verið fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir aukinni áhættu í fjárfestingum enda hafi upplýsingarnar frá bönkunum í besta falli verið blekkjandi. „Þegar svo allir bankarnir standa að sams konar blekkingum er enn erfiðara fyrir fólk að nálgast réttar upplýsingar,“ segir í skýrslunni. Vitnað er til bréfs frá starfsmönnum Landsbankans þar sem sagt er við viðskiptavini: „gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ Annað kom á daginn. Viðskiptavinir sjóðanna töpuðu stórum hluta sinna fjármuna og hefðu tapað mun meiru ef hluti af bréfum þessara sjóða hefði ekki verið keyptur á yfirverði af nýju bönkunum stuttu eftir hrunið. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um að ákvörðun um þau kaup hafi tekið Jónas Fr. Jónsson, þá forstjóri FME, og Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra. Rekstur peningamarkaðssjóða bankanna er meðal atriða sem rannsóknarnefndin vísaði til frekari meðferðar hjá ríkissaksóknara; ástæða sé til „að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn rekstrarfélaga sjóðanna hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði“. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira