Þættir sem skipta máli Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 23. nóvember 2010 05:00 Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar