Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM 11. júní 2010 10:03 Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag.Þetta kemur fram í útreikningum sem hollenska fjármálafyrirtækið ABN Amro hefur gert en hefð er fyrir því að ABN Amro reikni út hagstærðir í kringum HM og kallar slíkt Soccernomics.Eins og fyrir HM árið 2006 er Þýskaland í sviðsljósinu í Soccernomics. ABN Amro segir að sú þjóð sem sigrar HM auki landsframleiðslu sína að jafnaði um 0,7%. Þar með kæmi heiminum best að það yrðu Þjóðverjar því slíkur vöxtur á landsframleiðslunni þar í landi myndi smita mest út frá sér yfir í aðrar þjóðir. Einkaneysla Þjóðverja myndi aukast sem þýddi að þeir myndu auka innflutning sinn á erlendum vörum.Fram kemur í Soccernomics að fari svo að Þýskaland vinni sinn riðill, sem flestir telja nokkuð gefið, væri best að landið ynni Bandaríkin í 16 liða úrslitunum. Bandaríkjamenn hafa ekki þörf fyrir að auka einkaneyslu sína, hún er þegar of mikil og þarf að breytast yfir í sparnað hjá almenningi þar í landi. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag.Þetta kemur fram í útreikningum sem hollenska fjármálafyrirtækið ABN Amro hefur gert en hefð er fyrir því að ABN Amro reikni út hagstærðir í kringum HM og kallar slíkt Soccernomics.Eins og fyrir HM árið 2006 er Þýskaland í sviðsljósinu í Soccernomics. ABN Amro segir að sú þjóð sem sigrar HM auki landsframleiðslu sína að jafnaði um 0,7%. Þar með kæmi heiminum best að það yrðu Þjóðverjar því slíkur vöxtur á landsframleiðslunni þar í landi myndi smita mest út frá sér yfir í aðrar þjóðir. Einkaneysla Þjóðverja myndi aukast sem þýddi að þeir myndu auka innflutning sinn á erlendum vörum.Fram kemur í Soccernomics að fari svo að Þýskaland vinni sinn riðill, sem flestir telja nokkuð gefið, væri best að landið ynni Bandaríkin í 16 liða úrslitunum. Bandaríkjamenn hafa ekki þörf fyrir að auka einkaneyslu sína, hún er þegar of mikil og þarf að breytast yfir í sparnað hjá almenningi þar í landi.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira