Jafnrétti ein af forsendum hagsældar 6. mars 2010 06:00 Árni Stefán Jónsson skrifar um jafnréttismál Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefnuröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatímum í upphafi tuttugustu aldarinnar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegnum árin og haldið er upp á hann með ýmsum móti. Það segir ýmislegt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttudaginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verkafólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg. En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi.. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagnvart konumr viðgengst enn ,þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefnuröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og loftlagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, lagahliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi. SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönnunum þar sem launamunur kynjanna er m.a. mældur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dregið aðeins úr kynbundnum launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efnahagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru líklegrii til að tilheyra þeim tekjuhópum sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til. En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur samfélagsins alls – heildarhagsmunina. Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþættingu í verki og tökum jafnréttisvinkilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar. Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls. Höfundur er formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson skrifar um jafnréttismál Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefnuröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatímum í upphafi tuttugustu aldarinnar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegnum árin og haldið er upp á hann með ýmsum móti. Það segir ýmislegt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttudaginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verkafólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg. En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi.. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagnvart konumr viðgengst enn ,þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefnuröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og loftlagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, lagahliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi. SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönnunum þar sem launamunur kynjanna er m.a. mældur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dregið aðeins úr kynbundnum launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efnahagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru líklegrii til að tilheyra þeim tekjuhópum sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til. En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur samfélagsins alls – heildarhagsmunina. Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþættingu í verki og tökum jafnréttisvinkilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar. Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls. Höfundur er formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla!
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun