Sigursteinn Gíslason: Besti kækur sem þú færð er að vinna Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:36 Fréttablaðið/Arnþór Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18