Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli 10. júní 2009 18:45 Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira