Hertar bankareglur G-20 munu draga úr hagnaði banka 21. september 2009 09:52 Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt." Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt."
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira